„Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 11:34 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, segir ástríða sín á máli og menningu skýra það að hán vilji sjá umræðu um málið. Vísir/Vilhelm Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma. Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund. Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund.
Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira