Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. maí 2025 12:02 Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það. Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum