Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 11:11 Þessi mynd var tekin af rannsóknarlögreglumönnum árið 1977 og sýnir inn í bíl Jeanette Ralston, eftir að hún fannst látin í bílnum. Þarna má sjá karton af Eve sígarettum en fingrafar á því leiddi til þess að maður var fyrr í þessum mánuði handtekinn fyrir morðið. AP/Saksóknarar í Santa Clara-sýslu Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik. Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“ Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54