Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:11 Kári Sigurðsson er formaður Sameykis. Vísir/Samsett Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið. Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið.
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf