Innlent

Enn stærri jarð­skjálfti á svipuðum slóðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Grímsey séð úr norðaustri. Myndin er úr safni.
Grímsey séð úr norðaustri. Myndin er úr safni. KMU

Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20.

Þetta er aðra nóttina í röð sem jarðskjálfti er á þessum slóðum, en í gærnótt var skjálfti sem mældist 4,7 að stærð.

„Talsverð eftirskjálftavirkni fylgir og má búast við að eftirskjálftar geti orðið allt að 3,8 að stærð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunni.

Fram kemur að henni hafi borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, meðal annars frá Akureyri, Húsavík og Dalvík.

Veðurstofan sendi fjölmiðlum þetta kort sem sýnir hvar upptök skjálftans voru og áhrifasvæði hans.

Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé hægt að lesa mikið í það að þarna hafi orðið stórir jarðskjálftar tvo daga í röð, nema að þetta sé lifandi jarðskjálftasvæði.

„Þetta er áminning til fólks að þarna geta orðið stórir skjálftar.“

Er hægt að búast við stærri skjálftum en þetta?

„Það er ekki hægt að segja til um það, en þetta er fínt tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um að þarna geta orðið skjálftar um sex að stærð.“


Tengdar fréttir

Stór skjálfti rétt hjá Grímsey

Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð.

Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar

Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×