Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2025 15:07 Íbúð Aðalsteins í Foldahverfinu í Grafarvogi sem var innsigluð eftir árásina í október 2024. Vísir Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna. Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Fyrra brotið átti sér stað í Mosfellsbæ aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar 2021 og má rekja til ágreinings og þjófnaðar á fíkniefnum. Stungan reyndist lífshættuleg og var þarmur brotaþolans sjáanlegur í gegnum opið sárið. Fram kemur í dómnum að átök hafi sprottið af fyrri deilum Aðalsteins við annan karlmann og mæltu þeir sé mót á bílaplani í Mosfellsbæ. Í hönd fóru ryskingar sem brotaþoli átti frumkvæði að. Í framhaldinu hafi Aðalsteinn rifið upp hníf og öskrað „hnífur, hnífur“ og við það hafi brotaþoli hörfað. Aðalsteinn hafi stungið hann einu sinni eða tvisvar í kviðinn og elt mennina sem hafi flúið á nærliggjandi hótelherbergi. Aðalsteinn var handtekinn og fannst hnífurinn með blóði brotaþola á hnífnum sem og erfðaefni Aðalsteins á skaftinu. Seinna brotið átti sér stað aðfaranótt 9. október 2024 í íbúð í Foldahverfinu í Reykjavík þar sem Aðalsteinn bjó. Þar réðst hann ítrekað á mann sem hafði verið gestur í íbúðinni ásamt öðrum með hnífi og stakk margoft í brjóstkassa, höfuð og útlimi. Áverkar voru metnir lífshættulegir og vitni sem bar að garði þakkað fyrir snör viðbrögð. Aðalsteinn sagðist lítið muna eftir árásinni vegna mikillar neyslu, hann gerði ekki athugasemdir við framburð brotaþola sem væri vinur hans. Aðalsteinn neitaði í báðum tilvikum að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði varnaratriðum hans hvað varðaði neyðarvörn í fyrra málinu og ósakhæfi sökum geðrofs í því síðari. Dómurinn byggði á framburðum vitna, læknisfræðilegum gögnum og efna- og DNA-rannsóknum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að með hátterni sínu hefði Aðalsteini ekki getað dulist að með árásum sínum hefði líkleg niðurstaða verið sú að mennirnir myndu tapa lífi. Það sé snörum viðbrögðum vitna og heilbrigðisstarfsfólks að þakka að ekki fór verr. Dómurinn dæmdi Aðalstein til sjö ára fangelsisvistar og jafnframt til að greiða fyrri brotaþolanum 1,2 milljónir króna í miskabætur og þeim síðari 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira