Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 13. maí 2025 15:00 Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun