Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:33 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vísar til þess að málið sé til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi PPP njósnafyrirtækisins er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi og hafi því komið gömlum kynningum PPP til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Ólafur Þór hafnar því alfarið. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi njósnafyrirtækisins PPP ræddi um hið svokallaða PPP mál sem kom upp í Kveik og Kastljósi á RÚV fyrir nokkrum vikum við Frosta Logason í Brotkasti hans í morgun. PPP málið hefur vakið mikla athygli og hefur ríkissakskóknari falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka það, stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að ræða það og nefnd um störf lögreglu hefur ákveðið að hefja umfangsmikla frumkvæðisathugun. Jón Óttar er fullviss um að upptökurnar sem RÚV hefur undir höndum og birtust í KVeik og Kastljósi séu komnar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssakskóknara sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016. Ástæðan sé að Ólafur vilji koma á sig höggi því hann sé afar ósáttur við að Jón Óttar hafi kært hann til eftirlitsnefndar um störf lögreglu fyrir vanhæfi í hinu svokallaða Namibíumáli. Ástæðan fyrir kæru Jóns Óttars sé að Ólafur hafi kært hann fyrir brot á þagnarskyldu í öðru máli 2012 en svo gert hann að sakborningi í Namibíumálinu 2021. Jón Óttar hafi talið embætti hérraðssaksóknara vanhæft vegna þess að það hefði kært hann árið 2012. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá nefndinni að málið hafi verið sent áfram til ríkissaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðsakskóknari hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu að hafa látið starfsfólk RÚV fá þau gögn sem komu fram í Kastljósi og Kveik. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að gagnalekinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þá staðfestir nefnd um störf lögreglu að hún hafi fengið gagnasendingu frá Sigurði Þórðarssyni, betur þekktum sem Sigga hakkara, sem tengist málinu í heild. Nú sé verið að yfirfara þau gögn. Sigurður tjáði fréttastofu í gær að hann hefði afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Grími Grímssyni, þá allir starfsmenn sérstaks saksóknara ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengd sem hann hefði komist yfir. Jón Óttar sagði í viðtalinu við Frosta að gögnin hefðu upphaflega komið frá Sigurði. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53 Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi njósnafyrirtækisins PPP ræddi um hið svokallaða PPP mál sem kom upp í Kveik og Kastljósi á RÚV fyrir nokkrum vikum við Frosta Logason í Brotkasti hans í morgun. PPP málið hefur vakið mikla athygli og hefur ríkissakskóknari falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka það, stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að ræða það og nefnd um störf lögreglu hefur ákveðið að hefja umfangsmikla frumkvæðisathugun. Jón Óttar er fullviss um að upptökurnar sem RÚV hefur undir höndum og birtust í KVeik og Kastljósi séu komnar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssakskóknara sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016. Ástæðan sé að Ólafur vilji koma á sig höggi því hann sé afar ósáttur við að Jón Óttar hafi kært hann til eftirlitsnefndar um störf lögreglu fyrir vanhæfi í hinu svokallaða Namibíumáli. Ástæðan fyrir kæru Jóns Óttars sé að Ólafur hafi kært hann fyrir brot á þagnarskyldu í öðru máli 2012 en svo gert hann að sakborningi í Namibíumálinu 2021. Jón Óttar hafi talið embætti hérraðssaksóknara vanhæft vegna þess að það hefði kært hann árið 2012. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá nefndinni að málið hafi verið sent áfram til ríkissaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðsakskóknari hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu að hafa látið starfsfólk RÚV fá þau gögn sem komu fram í Kastljósi og Kveik. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að gagnalekinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þá staðfestir nefnd um störf lögreglu að hún hafi fengið gagnasendingu frá Sigurði Þórðarssyni, betur þekktum sem Sigga hakkara, sem tengist málinu í heild. Nú sé verið að yfirfara þau gögn. Sigurður tjáði fréttastofu í gær að hann hefði afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Grími Grímssyni, þá allir starfsmenn sérstaks saksóknara ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengd sem hann hefði komist yfir. Jón Óttar sagði í viðtalinu við Frosta að gögnin hefðu upphaflega komið frá Sigurði.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53 Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53
Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05