Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 18:42 Karl Wernersson var umfangsmikill fjárfestir á árunum fyrir hrun. Aðsend Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.
Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira