Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 16:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson. Vísir/Anton Brink Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44