„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2025 14:24 Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í dag. EPA/MARK R. CRISTIN Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika. Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ríkissambandið tekur við formennsku af Norðmönnum, sem hafa leitt ráðið síðastliðin tvö ár, í Tromsø í dag. Ráðið hefur ekki starfað með hefðbundnum hætti síðan Rússar, sem eiga aðild að ráðinu, réðust inn í Úkraínu árið 2022. Starf ráðsins í frosti frá innrásinni Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi. „Staða Norðurskautsráðsins er mjög þröng,“ segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur í samtali við Vísi. „Starfið er í algjöru uppnámi og það er einfaldlega af þeim ástæðum að vægi Rússlands á Norðurslóðum er gríðarlegt, og það er þá í rauninni bara mjög erfitt að eiga í samstarfi sem hefur einhverja meiningu án Rússa þegar kemur að málefnum Norðurslóða.“ En Rússland er ekki eina aðildarríkið sem hefur haft áhrif á starfsemi á vettvangi ráðsins. Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að innlima Grænland hafa einnig sitt að segja á vettvangi ráðsins að sögn Vilborgar. Grænlendingar hafa lengi kallað eftir því að hafa meira vægi þegar kemur að málefnum Norðurslóða, nokkuð sem er að raungerast nú. „Sumir myndu kannski halda að það væri vegna yfirlýsinga Trump um að innlima Grænland, en vinna við þetta var hafin þónokkuð áður,“ segir Vilborg. „Í ljósi stöðunnar er þetta auðvitað táknrænt mjög sterkt líka.“ Þess má geta að nýverið skipuðu dönsk stjórnvöld einnig Grænlendinginn Kenneth Høegh sem sendiherra Norðurslóða. Málefni frumbyggja meðal annars í brennidepli Vivian Motzfeldt sem nú tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu segir mikinn heiður að taka við formennsku. „Það er mikill heiður að hefja formennsku konungsríkisins í Norðurskautsráðinu. Á erfiðum tímum á alþjóðavettvangi er það skýrt markmið okkar að vinna okkar verði íbúum á Norðurslóðum til góða,“ er haft eftir Vivian Motzfeldt í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu í dag. „Ég þakka Noregi fyrir þeirra dýrmæta starf síðustu ár og góða útkomu. Ég hlakka til að vinna náið með Færeyjum og Danmörku, þar sem við munum í sameiningu bera ábyrgð á að leiða starf Norðurskautsráðsins.“ Einu sinni áður hefur ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands farið með formennsku í ráðinu, það var 2009 til 2011, en þá fóru Danir með forystu. Í formennskutíð sinni nú ætla ríkin að leggja áherslu á fimm þemu sem verður forgangsraðað í starfsemi ráðsins næstu tvö árin. Það er áhersla á frumbyggja og samfélög á Norðurslóðum, sjálfbæra efnahagsþróun og orkuskipti, málefni hafsins og loftslagsbreytingar á Norðurslóðum og á líffræðilegan fjölbreytileika.
Grænland Danmörk Færeyjar Norðurslóðir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira