Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. maí 2025 10:01 Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun