Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 12. maí 2025 09:31 Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun