„Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Hinrik Wöhler skrifar 11. maí 2025 18:36 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í Laugardalshöllinni í dag. Vísir/Jón Gautur Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Georgíu, 33-21, í Laugardalshöll í dag.Leikurinn var síðasti leikur landsliðsins í undankeppni EM 2026 og sigraði íslenska liðið alla sex leikina sína í riðlinum. Fyrir leik voru bæði lið örugg áfram á lokamótið og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn hafi litast af því. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Þessi leikur var ekki upp á líf og dauða, það vissu allir hvernig staðan yrði eftir leikinn. Ánægður með strákana í byrjun, einbeiting var góð og fyrri hálfleikur flottur. Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta,“ sagði landsliðsþjálfarinn eftir leik. Ísland leiddi 20-11 í hálfleik en það hægðist á sóknarleiknum í seinni hálfleik. Strákarnir skoruðu 13 mörk í seinni hálfleik en nokkur dauðafæri fóru forgörðum. Snorri Steinn var fremur sáttur með frammistöðuna en sagði þó að skotnýtingin hefði mátt vera betri. „Ef það væri eitthvað þá væri það nýtingin og dauðafærin. Þau eru allt of mörg sem fara í súginn hjá okkur, það hefur orðið áður okkur að falli. Við höfum rætt það og þurfum bara að laga það. Ef það er eitthvað sem ég var pirraður yfir, þá var það kannski það.“ „Við fórum með sex eða sjö dauðafæri í fyrri hálfleik og áttum að vera miklu meira yfir í hálfleik. Allt annað fannst mér vera flott, leystum þetta allt hjá þeim. Varnarleikurinn hjá okkur var flottur og þeir voru í vandræðum þar. Það er bara þessi nýting,“ sagði Snorri um leikinn. Ómar Ingi Magnússon freistar þess að fá boltann frá Þorsteini Leó Gunnarssyni.Vísir/Jón Gautur Eftir að hafa leitt með ellefu mörkum í fyrri hálfleik var meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Snorri segir að það sé eðlilegt að leikmenn detti aðeins niður í seinni hálfleik í leik sem þessum, sér í lagi þegar menn eru ekki vanir að spila saman. „Varðandi seinni hálfleikinn þá var það ekkert óeðlilegt, vorum að rótera liðinu og strákar sem eru ekki vanir að spila saman. Takturinn fari aðeins úr þessu, er ekki óeðlilegt en fínt að prófa og gefa mönnum mínútur.“ Lítið um leyndarmál á þessu stigi Roland Eradze var í þjálfarateymi íslenska liðsins í dag en fyrrum markvörðurinn er fæddur í Georgíu en lék síðar með íslenska landsliðinu um árabil. Snorri var spurður hvort Roland hefði gefið honum einhverjar ráðleggingar fyrir leikinn á móti Georgíu. „Þegar þú ert kominn í þennan bransa er lítið um leyndarmál. Maður getur skoðað heilan haug af leikjum og þú færð alltaf ákveðna mynd á þetta. Ég var ekkert að ganga á hann, ég bar virðingu fyrir því að þetta er vinur hans að þjálfa. Óþarfi fyrir hann að vera eitthvað njósna fyrir okkur. Við gerum bara okkar vel og einbeitum okkur að því,“ sagði Snorri. Snorri talaði um þjálfara Georgíu sem er Tite Kalandadze en hann lék á sínum tíma í íslensku deildinni með Stjörnunni og ÍBV. Reynir Þór kom sterkur inn Reynir Þór Stefánsson, leikmaður Fram, lék sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og nýtti þær vel. Hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði tvö mörk. „Gaman að sjá þetta. Hann var óhræddur og minnti á sig, það er það sem þú vilt hjá nýliða. Það er ástæða fyrir því að þú ert valinn í landsliðið og það er af því að hann kemur inn og getur gert þessa hluti og er ekki hikandi. Gaman fyrir okkur og gaman fyrir hann að stíga sín fyrstu skref,“ sagði Snorri Steinn um nýliðann. Nú tekur við löng bið hjá landsliðinu en lokamót EM hefst í janúar á næsta ári. Snorri var að lokum spurður hvað tæki við hjá landsliðinu. „Bíða eftir því, þetta er frekar mikil bið. Nú styttist bara í dráttinn og þá sjáum við hverja við fáum. Þá byrjar maður að hugsa og pæla. Þú getur heldur ekki gert of mikið, við vitum ekki hverjir verða heilir og hverjir verða með. Það er alls konar. Við undirbúum það hægt og rólega, fylgist með strákunum og vonandi verða allir heilir heilsu þegar að því kemur,“ sagði þjálfarinn að endingu. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ég kvarta ekki yfir þessu. Þessi leikur var ekki upp á líf og dauða, það vissu allir hvernig staðan yrði eftir leikinn. Ánægður með strákana í byrjun, einbeiting var góð og fyrri hálfleikur flottur. Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta,“ sagði landsliðsþjálfarinn eftir leik. Ísland leiddi 20-11 í hálfleik en það hægðist á sóknarleiknum í seinni hálfleik. Strákarnir skoruðu 13 mörk í seinni hálfleik en nokkur dauðafæri fóru forgörðum. Snorri Steinn var fremur sáttur með frammistöðuna en sagði þó að skotnýtingin hefði mátt vera betri. „Ef það væri eitthvað þá væri það nýtingin og dauðafærin. Þau eru allt of mörg sem fara í súginn hjá okkur, það hefur orðið áður okkur að falli. Við höfum rætt það og þurfum bara að laga það. Ef það er eitthvað sem ég var pirraður yfir, þá var það kannski það.“ „Við fórum með sex eða sjö dauðafæri í fyrri hálfleik og áttum að vera miklu meira yfir í hálfleik. Allt annað fannst mér vera flott, leystum þetta allt hjá þeim. Varnarleikurinn hjá okkur var flottur og þeir voru í vandræðum þar. Það er bara þessi nýting,“ sagði Snorri um leikinn. Ómar Ingi Magnússon freistar þess að fá boltann frá Þorsteini Leó Gunnarssyni.Vísir/Jón Gautur Eftir að hafa leitt með ellefu mörkum í fyrri hálfleik var meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Snorri segir að það sé eðlilegt að leikmenn detti aðeins niður í seinni hálfleik í leik sem þessum, sér í lagi þegar menn eru ekki vanir að spila saman. „Varðandi seinni hálfleikinn þá var það ekkert óeðlilegt, vorum að rótera liðinu og strákar sem eru ekki vanir að spila saman. Takturinn fari aðeins úr þessu, er ekki óeðlilegt en fínt að prófa og gefa mönnum mínútur.“ Lítið um leyndarmál á þessu stigi Roland Eradze var í þjálfarateymi íslenska liðsins í dag en fyrrum markvörðurinn er fæddur í Georgíu en lék síðar með íslenska landsliðinu um árabil. Snorri var spurður hvort Roland hefði gefið honum einhverjar ráðleggingar fyrir leikinn á móti Georgíu. „Þegar þú ert kominn í þennan bransa er lítið um leyndarmál. Maður getur skoðað heilan haug af leikjum og þú færð alltaf ákveðna mynd á þetta. Ég var ekkert að ganga á hann, ég bar virðingu fyrir því að þetta er vinur hans að þjálfa. Óþarfi fyrir hann að vera eitthvað njósna fyrir okkur. Við gerum bara okkar vel og einbeitum okkur að því,“ sagði Snorri. Snorri talaði um þjálfara Georgíu sem er Tite Kalandadze en hann lék á sínum tíma í íslensku deildinni með Stjörnunni og ÍBV. Reynir Þór kom sterkur inn Reynir Þór Stefánsson, leikmaður Fram, lék sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og nýtti þær vel. Hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði tvö mörk. „Gaman að sjá þetta. Hann var óhræddur og minnti á sig, það er það sem þú vilt hjá nýliða. Það er ástæða fyrir því að þú ert valinn í landsliðið og það er af því að hann kemur inn og getur gert þessa hluti og er ekki hikandi. Gaman fyrir okkur og gaman fyrir hann að stíga sín fyrstu skref,“ sagði Snorri Steinn um nýliðann. Nú tekur við löng bið hjá landsliðinu en lokamót EM hefst í janúar á næsta ári. Snorri var að lokum spurður hvað tæki við hjá landsliðinu. „Bíða eftir því, þetta er frekar mikil bið. Nú styttist bara í dráttinn og þá sjáum við hverja við fáum. Þá byrjar maður að hugsa og pæla. Þú getur heldur ekki gert of mikið, við vitum ekki hverjir verða heilir og hverjir verða með. Það er alls konar. Við undirbúum það hægt og rólega, fylgist með strákunum og vonandi verða allir heilir heilsu þegar að því kemur,“ sagði þjálfarinn að endingu.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira