Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar 9. maí 2025 23:00 Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Suðurnesjabær Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar