Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 12:17 Norðurþing vinnur að uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka sem Carbfix telur að falli vel að markmiðum um að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni. Ný sameiginleg viljayfirlýsing Carbfix og Norðurþings var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Hún hefur ekki verið undirrituð og því enn ekki birt opinberlega en fram kom á fundinum að henni væri ætluð að ramma inn næstu skref við mögulega kolefnismóttöku- og förgunarstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Áður höfðu Norðurþing og Carbfix gert með sér styttri viljayfirlýsingu í febrúar. Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri, sagði að áætlað væri að næstu skref þar sem unnið yrði að því að móta samninga og hvernig verkefnið gæti litið út tækju tólf vikur frá samþykkt viljayfirlýsingarinnar. Fyrst og fremst ætti að leiða til lykta hvort verkefni hentaði á Bakki. Á meðal þess sem þarf að gerast er að staðsetja mannvirki og borgteiga, uppfæra samskipta- og kynningaráætlun, fara yfir áform um varmaöflun og matsáætlun sem verður skilað til Skipulagsstofnunar auk breytingar á skipulagi sem þarf að gera og mótunar vöktunaráætlunar fyrir starfsemina, að því er kom fram í máli Helenar Eydísar Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Stolt og spennt fyrir verkefninu Svonefnd Coda Terminal-stöð Carbfix á Bakka væri ætlað að taka á móti gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi sem yrði fluttur með skipum frá Evrópu. Þar yrði kolefninu fargað með því að dæla því ofan í berglög með tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix fékk um sautján milljarða króna styrk frá nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til þess að reisa Coda-stöð í Hafnarfirði. Viðræður standa yfir um hvort Carbfix geti nýtt styrkinn annars staðar eftir að hætt var við áformin í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Í Hafnarfirði lýstu leiðtogar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk efasemdum um ágæti verkefnisins eftir háværa andstöðu hluta íbúa. Jákvæðari tón kvað þó við hjá þeim sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi sem kvöddu sér hljóðs á sveitarstjórnarfundinum í gær. Aldey Unnar Traustadóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagðist hafa verið full efasemda um verkefni í upphafi þar sem hún hefði velt fyrir sér hvort það væri siðferðislega rétt að taka við koltvísýringi frá öðrum löndum. Hún væri nú mjög spennt fyrir verkefninu og stolt af því ef það kæmi til Norðurþings. Benóný Valur Jakobsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, tók undir sjónarmið hennar. Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði verkefnið spennandi. Það snerist um að nýta auðlindir, skapa tekjur og störf í sveitarfélaginu. Sögð skapa „fjölmörg störf“ Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Fram kom í vikunni að verksmiðjan glímdi við bráðan rekstrarvanda og mögulega þyrfti hún að stöðva framleiðslu sína vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Ekki hefur komið fram hversu mörg störf Coda Terminal-stöð á Bakka gæti skapað. Í kynningu frá Carbfix sem var lögð fyrir í byggðaráði Norðurþings í síðasta mánuði kom fram að stöðin skapaði „fjölmörg störf“ bæði á framkvæmdartíma og rekstrartíma verkefnisins. Markmið Carbfix er að taka við allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári og farga honum. Það er hátt í einn fjórði af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, og ríflega öll samfélagslosun landsins árið 2023. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarútblæstri í erfitt sem erfitt er að koma í veg fyrir. Þar er átt við kolefnislosun sem á sér stað í ýmsum iðnferlum, til dæmis við framleiðslu á sementi, áli og kísilmálmi, en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt að kolefnisföngun og -förgun sé mikilvæg til þess að markmið um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu á þessari öld náist. Slíkar aðferðir séu sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, líkt og frá þeim iðnaði sem Carbfix vill eigi viðskipti við. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda. Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Ný sameiginleg viljayfirlýsing Carbfix og Norðurþings var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Hún hefur ekki verið undirrituð og því enn ekki birt opinberlega en fram kom á fundinum að henni væri ætluð að ramma inn næstu skref við mögulega kolefnismóttöku- og förgunarstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Áður höfðu Norðurþing og Carbfix gert með sér styttri viljayfirlýsingu í febrúar. Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri, sagði að áætlað væri að næstu skref þar sem unnið yrði að því að móta samninga og hvernig verkefnið gæti litið út tækju tólf vikur frá samþykkt viljayfirlýsingarinnar. Fyrst og fremst ætti að leiða til lykta hvort verkefni hentaði á Bakki. Á meðal þess sem þarf að gerast er að staðsetja mannvirki og borgteiga, uppfæra samskipta- og kynningaráætlun, fara yfir áform um varmaöflun og matsáætlun sem verður skilað til Skipulagsstofnunar auk breytingar á skipulagi sem þarf að gera og mótunar vöktunaráætlunar fyrir starfsemina, að því er kom fram í máli Helenar Eydísar Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Stolt og spennt fyrir verkefninu Svonefnd Coda Terminal-stöð Carbfix á Bakka væri ætlað að taka á móti gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi sem yrði fluttur með skipum frá Evrópu. Þar yrði kolefninu fargað með því að dæla því ofan í berglög með tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix fékk um sautján milljarða króna styrk frá nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til þess að reisa Coda-stöð í Hafnarfirði. Viðræður standa yfir um hvort Carbfix geti nýtt styrkinn annars staðar eftir að hætt var við áformin í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Í Hafnarfirði lýstu leiðtogar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk efasemdum um ágæti verkefnisins eftir háværa andstöðu hluta íbúa. Jákvæðari tón kvað þó við hjá þeim sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi sem kvöddu sér hljóðs á sveitarstjórnarfundinum í gær. Aldey Unnar Traustadóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagðist hafa verið full efasemda um verkefni í upphafi þar sem hún hefði velt fyrir sér hvort það væri siðferðislega rétt að taka við koltvísýringi frá öðrum löndum. Hún væri nú mjög spennt fyrir verkefninu og stolt af því ef það kæmi til Norðurþings. Benóný Valur Jakobsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, tók undir sjónarmið hennar. Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði verkefnið spennandi. Það snerist um að nýta auðlindir, skapa tekjur og störf í sveitarfélaginu. Sögð skapa „fjölmörg störf“ Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Fram kom í vikunni að verksmiðjan glímdi við bráðan rekstrarvanda og mögulega þyrfti hún að stöðva framleiðslu sína vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Ekki hefur komið fram hversu mörg störf Coda Terminal-stöð á Bakka gæti skapað. Í kynningu frá Carbfix sem var lögð fyrir í byggðaráði Norðurþings í síðasta mánuði kom fram að stöðin skapaði „fjölmörg störf“ bæði á framkvæmdartíma og rekstrartíma verkefnisins. Markmið Carbfix er að taka við allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári og farga honum. Það er hátt í einn fjórði af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, og ríflega öll samfélagslosun landsins árið 2023. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarútblæstri í erfitt sem erfitt er að koma í veg fyrir. Þar er átt við kolefnislosun sem á sér stað í ýmsum iðnferlum, til dæmis við framleiðslu á sementi, áli og kísilmálmi, en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt að kolefnisföngun og -förgun sé mikilvæg til þess að markmið um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu á þessari öld náist. Slíkar aðferðir séu sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, líkt og frá þeim iðnaði sem Carbfix vill eigi viðskipti við. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda.
Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26