Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 9. maí 2025 11:00 Mikil umræða hefur átt sér stað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, jafnt á þingi sem og úti í samfélaginu. Sjávarútvegsmál hafa alltaf kallað fram sterkar skoðanir og réttlætiskennd hjá þjóðinni, hvort sem er í umræðum um kvótakerfið, veiðigjöld, eða strandveiðar. Þjóðin á fiskinn í hafinu og í umboði hennar geta stjórnvöld ráðstafað aflaheimildum og lagt á gjald fyrir nýtingu þessarar verðmætu eignar. Um það er sem betur fer ekki lengur neitt vafamál í umræðunni. Leiðrétting veiðigjalda er stórt sanngirnismál fyrir þjóðina og hún á að fá réttláta hlutdeild í arði af eigin auðlind, í samræmi við lögin. Staðreyndin er sú að þjóðin hefur verið hlunnfarin. Hún hefur ekki fengið þann arð af greininni sem mælt er um í lögum um veiðigjald. Það er þess vegna sem lagt er til að leiðrétta veiðigjöldin. Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar. Sanngjörn veiðigjöld sem renna til uppbyggingar innviða geta því stuðlað að sátt um stjórn fiskveiða. Áratuga ágreiningur hefur staðið um kvótakerfið og hvað sé réttlátt og sanngjarnt afgjald af notkun þessarar verðmætu eignar þjóðarinnar. Hækkun veiðigjalda snýst ekki um að breyta kvótakerfinu heldur að leiðrétta veiðigjöld á þann hátt að þau miðist við verð á markaði en ekki verð sem fundið er út með öðrum hætti. Þetta er sanngjörn og réttlát leiðrétting sem atvinnugreinin ræður mjög vel við og mun leiða af sér hraðari uppbyggingu innviða á Íslandi. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft og ávinningurinn fer í uppbyggingu innviða. Sterk staða íslensks sjávarútvegs Sjávarútvegurinn er og hefur um áratugaskeið verið burðarás í íslensku efnahagslífi. Hann er ein af stoðgreinum samfélagsins, ekki aðeins hvað varðar verðmætasköpun og útflutning, heldur líka þegar kemur að byggðafestu, atvinnuöryggi og tækniþróun. Íslenskur sjávarútvegur er í dag meðal þeirra öflugustu og sjálfbærustu í heiminum og það er ekki sjálfgefið. Það er árangur áratuga vinnu, umbóta og mikilla fjárfestinga í nýsköpun, tækni og þekkingu. Þessi árangur er líka sprottinn vegna þessa ramma sem íslensk stjórnvöld hafa mótað þeim. Góður árangur greinarinnar birtist skýrast í hagtölum. Arðsemi útgerða hefur verið gríðarleg á síðustu árum og fjárfestingar hafa verið umfangsmiklar, bæði í skipum, tækjabúnaði og vinnslu. Þessi velgengni hefur gert fyrirtækjum í greininni kleift að auka við sig, bæði hér heima og erlendis, og eflt stöðu sína sem alþjóðlegir leikmenn á sviði matvælaframleiðslu. Það má vel fullyrða að Ísland sé fremst meðal þjóða þegar kemur að sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur íslenskum útgerðarfyrirtækjum gengið afar vel og eigendur margra þeirra notið verulegs fjárhagslegs ávinnings. Þessi mikli hagnaður hefur hins vegar ekki einvörðungu verið nýttur til að efla grunnrekstur fyrirtækjanna heldur hafa eigendur beint fjármagni í fjölbreytta starfsemi sem á sér enga beina tengingu við sjávarútveg. Með öðrum orðum hafa tekjur sem orðið hafa til með nýtingu sameiginlegra fiskistofna verið nýttar til að kaupa eignarhluti í alls kyns öðrum atvinnugreinum. Má þar nefna stærstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins, fjármálastofnanir, verslunarkeðjur sem selja matvörur, eldsneyti og aðrar nauðsynjar, flutningafyrirtæki, innflutningsfyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, fyrirtæki á sviði matvæla- og landbúnaðarframleiðslu, skyndibitastaði, sósu- og majónesframleiðslu og þetta er aðeins brot af því sem mætti telja upp. Þess utan hefur þessi hópur verið stórtækur í fasteignakaupum og þróun fasteignaverkefna, og við bætast fjárfestingar erlendis sem aldrei hafa verið skráðar eða greindar með heildstæðum hætti. Leiðrétting veiðigjalda mun lenda þyngst á stærstu útgerðunum sem hafa sannarlega til þess bolmagn. 10 stærstu útgerðirnar greiða 69% af veiðigjöldunum, 30 stærstu fyrirtækin borga 90% af veiðigjöldunum, Stjórnvöld sem hlusta – komið til móts við minni útgerðir Frumvarpið hefur tekið veigamiklum breytingum eftir að hafa farið í samráðsgátt þar sem kallað var eftir athugasemdum. Þær snerust að miklu leyti um áhyggjur af afkomu minni útgerða og auk þess var kallað eftir frekari greiningum. Það bárust líka fjölmargar umsagnir sem sýndu mikla ánægju með frumvarpið. Stjórnvöld hlustuðu á framkomnar athugasemdir og hafa komið til móts við minni útgerðir með því að hækka frítekjumarkið verulega. Þessi breyting er metin á 1,5 milljarð króna til lækkunar á væntum tekjum af hækkun veiðigjalds. Bættir innviðir styrkja samkeppnisstöðu og bæta lífskjör Af hverju er verið að hækka veiðigjaldið? Þetta er fyrst og fremst réttlætismál fyrir þjóðina að fá leiðrétt afgjald fyrir eignina sína og það er verið að sækja tekjur til að vinna á innviðaskuldinni. Eitt það árangursríkasta sem stjórnvöld geta gert til að styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja er að bæta innviði, laga vegi, lengja vetrarþjónustu, bora göng og byggja brýr. Góðir innviðir bæta lífskjör. Það er brýn þörf á að lækka innviðaskuldina þar sem við höfum ekki náð að byggja upp innviði í takti við þarfir atvinnulífs og landsmanna. Veiðigjöldin munu skila sér í innviðauppbyggingu. Gefin hafi verið skýr fyrirheit þess efnis og birtist það m.a. í nýkynntri fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir miklum fjármunum í t.a.m. í vegakerfið. Uppbyggingu og viðhald innviða þarf að setja í forgang. Góðir innviðir eru forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs og bættra lífskjara. Til þess þurfum við tekjur og þær þarf að sækja til breiðustu bakanna. Góður stuðningur Það er gott að finna þennan mikla stuðning við frumvarpið, hvort sem er á fundum eða í heitum pottum. Þjóðarviljinn er líka skýr í þeim í könnunum sem hafa verið gerðar á afstöðu fólks sem birtist síðast í könnun sem birtist í gær sem sýnir að 69% segjast vera hlynnt frumvarpinu um breytingar á veiðigjöldum en 18% andvíg. Stuðningurinn hefur aukist eftir því sem málið fær meiri umræðu og eftir birtingu taktlausra auglýsinga frá SFS. Fólki er misboðið. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur dæmist fyrst og fremst af verkum sínum en þá er óneitanlega gott að finna þennan mikla stuðning meðal almennings. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helgi Héðinsson Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, jafnt á þingi sem og úti í samfélaginu. Sjávarútvegsmál hafa alltaf kallað fram sterkar skoðanir og réttlætiskennd hjá þjóðinni, hvort sem er í umræðum um kvótakerfið, veiðigjöld, eða strandveiðar. Þjóðin á fiskinn í hafinu og í umboði hennar geta stjórnvöld ráðstafað aflaheimildum og lagt á gjald fyrir nýtingu þessarar verðmætu eignar. Um það er sem betur fer ekki lengur neitt vafamál í umræðunni. Leiðrétting veiðigjalda er stórt sanngirnismál fyrir þjóðina og hún á að fá réttláta hlutdeild í arði af eigin auðlind, í samræmi við lögin. Staðreyndin er sú að þjóðin hefur verið hlunnfarin. Hún hefur ekki fengið þann arð af greininni sem mælt er um í lögum um veiðigjald. Það er þess vegna sem lagt er til að leiðrétta veiðigjöldin. Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar. Sanngjörn veiðigjöld sem renna til uppbyggingar innviða geta því stuðlað að sátt um stjórn fiskveiða. Áratuga ágreiningur hefur staðið um kvótakerfið og hvað sé réttlátt og sanngjarnt afgjald af notkun þessarar verðmætu eignar þjóðarinnar. Hækkun veiðigjalda snýst ekki um að breyta kvótakerfinu heldur að leiðrétta veiðigjöld á þann hátt að þau miðist við verð á markaði en ekki verð sem fundið er út með öðrum hætti. Þetta er sanngjörn og réttlát leiðrétting sem atvinnugreinin ræður mjög vel við og mun leiða af sér hraðari uppbyggingu innviða á Íslandi. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft og ávinningurinn fer í uppbyggingu innviða. Sterk staða íslensks sjávarútvegs Sjávarútvegurinn er og hefur um áratugaskeið verið burðarás í íslensku efnahagslífi. Hann er ein af stoðgreinum samfélagsins, ekki aðeins hvað varðar verðmætasköpun og útflutning, heldur líka þegar kemur að byggðafestu, atvinnuöryggi og tækniþróun. Íslenskur sjávarútvegur er í dag meðal þeirra öflugustu og sjálfbærustu í heiminum og það er ekki sjálfgefið. Það er árangur áratuga vinnu, umbóta og mikilla fjárfestinga í nýsköpun, tækni og þekkingu. Þessi árangur er líka sprottinn vegna þessa ramma sem íslensk stjórnvöld hafa mótað þeim. Góður árangur greinarinnar birtist skýrast í hagtölum. Arðsemi útgerða hefur verið gríðarleg á síðustu árum og fjárfestingar hafa verið umfangsmiklar, bæði í skipum, tækjabúnaði og vinnslu. Þessi velgengni hefur gert fyrirtækjum í greininni kleift að auka við sig, bæði hér heima og erlendis, og eflt stöðu sína sem alþjóðlegir leikmenn á sviði matvælaframleiðslu. Það má vel fullyrða að Ísland sé fremst meðal þjóða þegar kemur að sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur íslenskum útgerðarfyrirtækjum gengið afar vel og eigendur margra þeirra notið verulegs fjárhagslegs ávinnings. Þessi mikli hagnaður hefur hins vegar ekki einvörðungu verið nýttur til að efla grunnrekstur fyrirtækjanna heldur hafa eigendur beint fjármagni í fjölbreytta starfsemi sem á sér enga beina tengingu við sjávarútveg. Með öðrum orðum hafa tekjur sem orðið hafa til með nýtingu sameiginlegra fiskistofna verið nýttar til að kaupa eignarhluti í alls kyns öðrum atvinnugreinum. Má þar nefna stærstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins, fjármálastofnanir, verslunarkeðjur sem selja matvörur, eldsneyti og aðrar nauðsynjar, flutningafyrirtæki, innflutningsfyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, fyrirtæki á sviði matvæla- og landbúnaðarframleiðslu, skyndibitastaði, sósu- og majónesframleiðslu og þetta er aðeins brot af því sem mætti telja upp. Þess utan hefur þessi hópur verið stórtækur í fasteignakaupum og þróun fasteignaverkefna, og við bætast fjárfestingar erlendis sem aldrei hafa verið skráðar eða greindar með heildstæðum hætti. Leiðrétting veiðigjalda mun lenda þyngst á stærstu útgerðunum sem hafa sannarlega til þess bolmagn. 10 stærstu útgerðirnar greiða 69% af veiðigjöldunum, 30 stærstu fyrirtækin borga 90% af veiðigjöldunum, Stjórnvöld sem hlusta – komið til móts við minni útgerðir Frumvarpið hefur tekið veigamiklum breytingum eftir að hafa farið í samráðsgátt þar sem kallað var eftir athugasemdum. Þær snerust að miklu leyti um áhyggjur af afkomu minni útgerða og auk þess var kallað eftir frekari greiningum. Það bárust líka fjölmargar umsagnir sem sýndu mikla ánægju með frumvarpið. Stjórnvöld hlustuðu á framkomnar athugasemdir og hafa komið til móts við minni útgerðir með því að hækka frítekjumarkið verulega. Þessi breyting er metin á 1,5 milljarð króna til lækkunar á væntum tekjum af hækkun veiðigjalds. Bættir innviðir styrkja samkeppnisstöðu og bæta lífskjör Af hverju er verið að hækka veiðigjaldið? Þetta er fyrst og fremst réttlætismál fyrir þjóðina að fá leiðrétt afgjald fyrir eignina sína og það er verið að sækja tekjur til að vinna á innviðaskuldinni. Eitt það árangursríkasta sem stjórnvöld geta gert til að styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja er að bæta innviði, laga vegi, lengja vetrarþjónustu, bora göng og byggja brýr. Góðir innviðir bæta lífskjör. Það er brýn þörf á að lækka innviðaskuldina þar sem við höfum ekki náð að byggja upp innviði í takti við þarfir atvinnulífs og landsmanna. Veiðigjöldin munu skila sér í innviðauppbyggingu. Gefin hafi verið skýr fyrirheit þess efnis og birtist það m.a. í nýkynntri fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir miklum fjármunum í t.a.m. í vegakerfið. Uppbyggingu og viðhald innviða þarf að setja í forgang. Góðir innviðir eru forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs og bættra lífskjara. Til þess þurfum við tekjur og þær þarf að sækja til breiðustu bakanna. Góður stuðningur Það er gott að finna þennan mikla stuðning við frumvarpið, hvort sem er á fundum eða í heitum pottum. Þjóðarviljinn er líka skýr í þeim í könnunum sem hafa verið gerðar á afstöðu fólks sem birtist síðast í könnun sem birtist í gær sem sýnir að 69% segjast vera hlynnt frumvarpinu um breytingar á veiðigjöldum en 18% andvíg. Stuðningurinn hefur aukist eftir því sem málið fær meiri umræðu og eftir birtingu taktlausra auglýsinga frá SFS. Fólki er misboðið. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur dæmist fyrst og fremst af verkum sínum en þá er óneitanlega gott að finna þennan mikla stuðning meðal almennings. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun