Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar 8. maí 2025 14:00 Mörgum þykir ástandið í Palestínu vera vægast sagt hörmulegt, og ekki furða. Í langan tíma höfum við fengið fréttir um árásir Ísraels á Palestínu með miklu mannfalli, mikið til konur og börn. Ástæðan er alltaf í því yfirskini að Ísrael sé að svara fyrir sig út af hryðjuverkaárásum Palestínumanna, en af hverju eru Palestínumenn alltaf að ráðast á Ísrael? Samhengið skiptir máli. Byrjum á byrjuninni: Í lok 19.aldar byrjaði hreyfing meðal gyðinga um að sameinast og stofna sitt eigið heimaland, mikið til út af vaxandi hugsanahætti í löndum víða um heim um að gyðingar væru ekki hliðhollir samfélaginu sem þeir bjuggu í heldur aðeins eigin hagsmunum, sem þróaðist út í gyðingahatur. Þeir völdu Palestínu því það er skrifað í þeirra heilaga rit að Guð lofaði Abraham þetta land. Þessa hreyfingu kölluðu þeir síonisma (zionism). Árið 1917 gaf breska ríkisstjórnin út yfirlýsingu (Balfour declaration) um að ríkisstjórnin myndi styðja stofnun ríkis fyrir gyðinga í Palestínu. Þetta olli mikilli mótstöðu í Arabaheiminum því Palestína var búin að vera heimaland Araba í vel yfir 1000 ár og það var ekkert haft samráð við Palestínumenn um þetta. Sama ár réðist Bretland inn í Palestínu, sem var þá undir Ottóman veldinu í fyrri heimstyrjöldinni, og hernam landið. Ári seinna var landið undir stjórn Bretlands. Þetta kallaði á enn meiri mótstöðu frá Araba heiminum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina gaf League of Nations (áður en sameinuðu þjóðirnar urðu til) út leyfi um að Bretland mætti vera með viðveru í Palestínu og stjórna landinu. Margir gyðingar fluttu til Palestínu og Bretar undirbúa stofnun Ísrael hægt og rólega. Í seinni heimsstyrjöldinni byrja Þjóðverjar að reka burt gyðinga sem endaði svo með þeim hryllingi sem átti sér stað sem allir þekkja. Þá sáu margir gyðingar sér þann kost að flýja til Palestínu. Árið 1947 eftir seinni heimsstyrjöldina komu Sameinuðu þjóðirnar með tillögu um að skipta upp Palestínu. Einn part þar sem gyðingar réðu yfir, einn part þar sem Palestínumenn réðu yfir. Gyðingar samþykkja en Palestínumenn eru í mikilli mótstöðu og hafna. Hvernig myndi okkur líða ef Danir myndu allt í einu flytja inn í massavís, taka yfir Reykjanesið og kalla það Danmörk? Árið 1948 er Ísrael stofnað og þeir lýsa yfir sjálfstæði. Arabalöndin hafna þessu algjörlega og ráðast á Ísrael. En Ísrael var nú þegar með mikla hernaðarlega yfirburði með aðstoð vesturlandanna svo þeir vinna. Þeir stækka meira við sig inn í land Palestínu, meira en Sameinuðu þjóðirnar lögðu til með. Yfir 700.000 Palestínumenn voru reknir á brott úr landinu sínu svo Ísraelar geti stækkað við sig. Árin eftir þetta er stöðugt stríð milli Ísrael og Palestínu og hinna Arabalandanna og alltaf sama sagan. Hægt og rólega stækkar Ísrael meira við sig, oft meira en Sameinuðu þjóðirnar leggja til með og á skjön við alþjóðleg lög, og að sjálfsögðu alltaf í óþökk Palestínumanna og annarra Arabaríkja. Arabar reyna alltaf að svara fyrir sig. Sex daga stríðið 1967. Arabaríkin voru þarna búin að fá nóg af yfirgangi Ísraelsmanna og hótuðu að taka yfir landið aftur með valdi. Ísrael gerir þá skyndiárás á Egyptaland, Sýrland og Jórdaníu og eyðileggur fyrir þeim áætlanirnar um að taka yfir landið aftur. Ísrael tók yfir Gaza og Vesturbakkann og fleiri landsvæði og þrefaldaði yfirráðasvæðið sitt, á aðeins sex dögum. Hundruðir þúsunda Palestínumanna leggja á flótta. Árið 1987 er Hamas stofnað. Þessi pólitíska hreyfing náði vinsældum í Palestínu vegna þess að þeir vildu bæði mótmæla hernámi Ísraela og byggja upp samfélagið með atvinnu skapandi greinum, skólum og sjúkrahúsum, styðja við almenning með mataraðstoð og fleira, sem þeir gerðu. Eftir 2000 nær Hamas yfirráðum á Gaza. Ísraelsmenn svara því með því að múra þá inni með veggjum og vegtollum, leggja hagkerfið þeirra í rúst, króa þá algjörlega út í horn á litlu landsvæði þar sem verður fljótt mjög mikil mannmergð og fátækt. Nú í dag hefur staðan aldrei verið jafn slæm og Hamas heldur enn í þá veiku von um að berjast fyrir landsvæðinu sínu og fá það aftur. En líkurnar eru litlar því Ísraelar eru með allt of mikla yfirburði hernaðarlega með dyggum stuðningi Bandaríkjanna. Það er ekki spurning um að um þjóðarhreinsun er að ræða, stríðsglæpi og alvarleg brot á alþjóðlegum lögum, og allt gert með hljóðu samþykki ríkisstjórna vesturlandanna Ég er ekki hissa á því að margir Arabar hati vesturlöndin og gerast hryðjuverkamenn, það er okkur að kenna að það er allt í rúst í þeirra heimalöndum, um öll Mið-Austurlönd. Mörg lönd þar voru búin að byggja upp samfélög sem virkuðu vel áður en Bandaríkin ljúga til um gereyðingarvopn og ég veit ekki hvað og hvað. Það þýðir ekkert að ráðast inn, eyðileggja allt, taka yfir og bregðast svo enn harkalegra við þegar þeir svara fyrir sig. Ef ríkisstjórnir vesturveldanna ætla að bregðast við aukinni hættu á hryðjuverkum og flóttamannastraumi þaðan til okkar þá væri fyrsta skrefið að bera ábyrgð á ástandinu, hætta þessari stigmögnun og hjálpa þeim að byggja sig upp aftur. Að neita Ísrael að taka þátt í Eurovision er það minnsta sem við getum gert. Ég stiklaði á stóru í þessum pistli. Ef maður skoðar söguna þá sér maður eintóman yfirgang í Ísraelsmönnum og Palestínumenn eru bara að verja sína heimahaga. Ég er ekki að reyna að ýta undir gyðingahatur, það eru fullt af gyðingum sem er bara venjulegt fólk að lifa sínu lífi. En Síonismi sem hreyfing og Ísrael á tæpan rétt á sér í nútímasamfélagi miðað við allt ofbeldið sem þeir beita til að fá sitt landsvæði. Líka eitt að lokum, fyrir þá sem hata múslima. Ég hef kynnst múslimum sem búa í Sameinuðu furstadæmunum og Sádi Arabíu og þetta eru allt hinir fínustu menn, vel upplýstir og meira vestrænir en margir myndu halda. Þeir hafa verið með internetið jafn lengi og við og fylgjast vel með umræðunni. Það hefur verið mikil bylting þar líka í gegnum áratugina eins og hér, konur eru ekkert eins kúgaðar og við fáum mynd af í fjölmiðlum, þótt það sé það á einhverjum stöðum. Að sjálfsögðu þurfum við að bregðast við fólki hér á landi sem fer ekki eftir siðferðilegum gildum samfélagsins, innfæddum sem útlendingum, en að hata alla múslima (eða hvaða hóp sem er) er bara olía á eldinn. Alhæfingar eru sjaldnast góðar, raunveruleikinn er flóknari en það. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er áhugamaður um heimsmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum þykir ástandið í Palestínu vera vægast sagt hörmulegt, og ekki furða. Í langan tíma höfum við fengið fréttir um árásir Ísraels á Palestínu með miklu mannfalli, mikið til konur og börn. Ástæðan er alltaf í því yfirskini að Ísrael sé að svara fyrir sig út af hryðjuverkaárásum Palestínumanna, en af hverju eru Palestínumenn alltaf að ráðast á Ísrael? Samhengið skiptir máli. Byrjum á byrjuninni: Í lok 19.aldar byrjaði hreyfing meðal gyðinga um að sameinast og stofna sitt eigið heimaland, mikið til út af vaxandi hugsanahætti í löndum víða um heim um að gyðingar væru ekki hliðhollir samfélaginu sem þeir bjuggu í heldur aðeins eigin hagsmunum, sem þróaðist út í gyðingahatur. Þeir völdu Palestínu því það er skrifað í þeirra heilaga rit að Guð lofaði Abraham þetta land. Þessa hreyfingu kölluðu þeir síonisma (zionism). Árið 1917 gaf breska ríkisstjórnin út yfirlýsingu (Balfour declaration) um að ríkisstjórnin myndi styðja stofnun ríkis fyrir gyðinga í Palestínu. Þetta olli mikilli mótstöðu í Arabaheiminum því Palestína var búin að vera heimaland Araba í vel yfir 1000 ár og það var ekkert haft samráð við Palestínumenn um þetta. Sama ár réðist Bretland inn í Palestínu, sem var þá undir Ottóman veldinu í fyrri heimstyrjöldinni, og hernam landið. Ári seinna var landið undir stjórn Bretlands. Þetta kallaði á enn meiri mótstöðu frá Araba heiminum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina gaf League of Nations (áður en sameinuðu þjóðirnar urðu til) út leyfi um að Bretland mætti vera með viðveru í Palestínu og stjórna landinu. Margir gyðingar fluttu til Palestínu og Bretar undirbúa stofnun Ísrael hægt og rólega. Í seinni heimsstyrjöldinni byrja Þjóðverjar að reka burt gyðinga sem endaði svo með þeim hryllingi sem átti sér stað sem allir þekkja. Þá sáu margir gyðingar sér þann kost að flýja til Palestínu. Árið 1947 eftir seinni heimsstyrjöldina komu Sameinuðu þjóðirnar með tillögu um að skipta upp Palestínu. Einn part þar sem gyðingar réðu yfir, einn part þar sem Palestínumenn réðu yfir. Gyðingar samþykkja en Palestínumenn eru í mikilli mótstöðu og hafna. Hvernig myndi okkur líða ef Danir myndu allt í einu flytja inn í massavís, taka yfir Reykjanesið og kalla það Danmörk? Árið 1948 er Ísrael stofnað og þeir lýsa yfir sjálfstæði. Arabalöndin hafna þessu algjörlega og ráðast á Ísrael. En Ísrael var nú þegar með mikla hernaðarlega yfirburði með aðstoð vesturlandanna svo þeir vinna. Þeir stækka meira við sig inn í land Palestínu, meira en Sameinuðu þjóðirnar lögðu til með. Yfir 700.000 Palestínumenn voru reknir á brott úr landinu sínu svo Ísraelar geti stækkað við sig. Árin eftir þetta er stöðugt stríð milli Ísrael og Palestínu og hinna Arabalandanna og alltaf sama sagan. Hægt og rólega stækkar Ísrael meira við sig, oft meira en Sameinuðu þjóðirnar leggja til með og á skjön við alþjóðleg lög, og að sjálfsögðu alltaf í óþökk Palestínumanna og annarra Arabaríkja. Arabar reyna alltaf að svara fyrir sig. Sex daga stríðið 1967. Arabaríkin voru þarna búin að fá nóg af yfirgangi Ísraelsmanna og hótuðu að taka yfir landið aftur með valdi. Ísrael gerir þá skyndiárás á Egyptaland, Sýrland og Jórdaníu og eyðileggur fyrir þeim áætlanirnar um að taka yfir landið aftur. Ísrael tók yfir Gaza og Vesturbakkann og fleiri landsvæði og þrefaldaði yfirráðasvæðið sitt, á aðeins sex dögum. Hundruðir þúsunda Palestínumanna leggja á flótta. Árið 1987 er Hamas stofnað. Þessi pólitíska hreyfing náði vinsældum í Palestínu vegna þess að þeir vildu bæði mótmæla hernámi Ísraela og byggja upp samfélagið með atvinnu skapandi greinum, skólum og sjúkrahúsum, styðja við almenning með mataraðstoð og fleira, sem þeir gerðu. Eftir 2000 nær Hamas yfirráðum á Gaza. Ísraelsmenn svara því með því að múra þá inni með veggjum og vegtollum, leggja hagkerfið þeirra í rúst, króa þá algjörlega út í horn á litlu landsvæði þar sem verður fljótt mjög mikil mannmergð og fátækt. Nú í dag hefur staðan aldrei verið jafn slæm og Hamas heldur enn í þá veiku von um að berjast fyrir landsvæðinu sínu og fá það aftur. En líkurnar eru litlar því Ísraelar eru með allt of mikla yfirburði hernaðarlega með dyggum stuðningi Bandaríkjanna. Það er ekki spurning um að um þjóðarhreinsun er að ræða, stríðsglæpi og alvarleg brot á alþjóðlegum lögum, og allt gert með hljóðu samþykki ríkisstjórna vesturlandanna Ég er ekki hissa á því að margir Arabar hati vesturlöndin og gerast hryðjuverkamenn, það er okkur að kenna að það er allt í rúst í þeirra heimalöndum, um öll Mið-Austurlönd. Mörg lönd þar voru búin að byggja upp samfélög sem virkuðu vel áður en Bandaríkin ljúga til um gereyðingarvopn og ég veit ekki hvað og hvað. Það þýðir ekkert að ráðast inn, eyðileggja allt, taka yfir og bregðast svo enn harkalegra við þegar þeir svara fyrir sig. Ef ríkisstjórnir vesturveldanna ætla að bregðast við aukinni hættu á hryðjuverkum og flóttamannastraumi þaðan til okkar þá væri fyrsta skrefið að bera ábyrgð á ástandinu, hætta þessari stigmögnun og hjálpa þeim að byggja sig upp aftur. Að neita Ísrael að taka þátt í Eurovision er það minnsta sem við getum gert. Ég stiklaði á stóru í þessum pistli. Ef maður skoðar söguna þá sér maður eintóman yfirgang í Ísraelsmönnum og Palestínumenn eru bara að verja sína heimahaga. Ég er ekki að reyna að ýta undir gyðingahatur, það eru fullt af gyðingum sem er bara venjulegt fólk að lifa sínu lífi. En Síonismi sem hreyfing og Ísrael á tæpan rétt á sér í nútímasamfélagi miðað við allt ofbeldið sem þeir beita til að fá sitt landsvæði. Líka eitt að lokum, fyrir þá sem hata múslima. Ég hef kynnst múslimum sem búa í Sameinuðu furstadæmunum og Sádi Arabíu og þetta eru allt hinir fínustu menn, vel upplýstir og meira vestrænir en margir myndu halda. Þeir hafa verið með internetið jafn lengi og við og fylgjast vel með umræðunni. Það hefur verið mikil bylting þar líka í gegnum áratugina eins og hér, konur eru ekkert eins kúgaðar og við fáum mynd af í fjölmiðlum, þótt það sé það á einhverjum stöðum. Að sjálfsögðu þurfum við að bregðast við fólki hér á landi sem fer ekki eftir siðferðilegum gildum samfélagsins, innfæddum sem útlendingum, en að hata alla múslima (eða hvaða hóp sem er) er bara olía á eldinn. Alhæfingar eru sjaldnast góðar, raunveruleikinn er flóknari en það. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er áhugamaður um heimsmálin.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun