Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar 7. maí 2025 21:31 Dagarnir 8. og 9. maí eru minningardagar stríðsloka árið 1945. Markmiðið er að heiðra minningu allra sem töpuðu lífinu í hildarleiknum. Einnig að finna leiðir til að hatrið, hrokinn og heimskan verði ekki aftur ríkjandi. Við megum ekki láta bugast, við megum ekki gefast upp. Mótmælum illskunni! Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur tileinkað árið 2025 friði og trausti. Í ályktun er skorað á alþjóða samfélagið að leysa deilur með viðræðum og samningum til að tryggja varanlegan frið og traust í samskiptum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Gerum það fyrir börnin! Öll börn eru okkar börn! Mörg okkar skynja að illskan sem brann í Evrópu fyrir öllum þessum áratugum sé kviknuð aftur. Nú er jafnvel talið er að á tveimur eða þremur svæðum gætu átök breiðst út og stefnt heimsbyggðinni í hættu. Jafnvel þótt kynt sé undir ófriðarbál í heiminum um þessar mundir og vopnaframleiðendur hugsi sér gott til glóðarinnar, þá er engin ástæða til að hætta að styrkja friðarmenningu og efla traust og samvinnu milli þjóða. Vökum! Mannkynið allt er eitt í raun samfélag hvað sem aðskilnaðarsinnar segja. Okkur ber skylda til að hlúa að eigin börnum en það er rangt að líta undan og horfast ekki í augu við þjáningu barna annarra. Af þeim sökum mótmælum við stríðsrekstri, kúgun og illsku og hrópum: Börnin á Gaza eru okkar börn! Börnin í Súdan eru okkar börn! Öll börn eru okkar börn! Það er óhjákvæmilegt. Okkur ber skylda til að standa með öllum börnum alla daga í öllum löndum, óháð straumum og stefnum. Utan Úkraínu og Palestínu deyja flest börn vegna stríðaátaka í Eþíópíu og Súdan. Hvað getum við gert? Friður og stuðningur er góð gjöf til allra barna og þeirra sem unna börnum. Hættum að umbera þá sem drepa börn, kúga og eyða lífvænlegum aðstæðum. Við þurfum að segja eitthvað og gera eitthvað til að halda hugsjóninni um frið á lofti. Við þurfum að mótmæla kröftuglega, tala meira um frið og traust, rannsaka þau, skrifa um þau, læra þau og miðla þeim til annarra. Látum okkur ekki nægja að hlusta á tölur yfir látin börn í fréttum. Mótmælum! Valdhafar í Rússlandi hafa framið óafturkræfa glæpi gagnvart Úkraínu sem þeir bera fulla ábyrgð og geta ekki kennt öðrum um. Þeir hafa ekki aðeins rústað lífi og framtíð ótal fjölskyldna og barna heldur einnig rænt 20. þúsund börnum (5.5.25) frá foreldrum sínum og flutt til Rússlands. Þvílíkur glæpur, Þvílík grimmd! Ríkisstjórnin í Ísrael hefur fyrirgert allri mögulegri sátt með þjóðarmorði á Palestínufólki. Hún hefur framið glæp gegn mannkyni. Enginn er óhultur, enginn öruggur og saklaus, berskjölduð börn eru svelt og drepin í þúsunda tali. Herinn er sendur inn á Gazasvæðið til að drepa soltin börn – er eitthvað lítilþjóðlegra til? Er hægt að horfa framhjá þessu og þegja eða láta hjá líða að mótmæla kröftuglega með öllum ráðum? Nei, það er ekki hægt. Börn virðast vera raddlaus hagsmunahópur sem valdhafar, af þeim toga sem ráða í Rússlandi, Ísrael, Súdan og fleiri löndum, eru miskunnarlausir gagnvart. Lítilmenni! Við gætum bugast andspænis þessari illsku, við hrökkvum vissulega í baklás. Stundum getur verið í lagi að draga sig í hlé, taka ekki afstöðu og láta lítið fyrir sér fara. Á öðrum stundum, þegar illskan hefur orðið ofan á og þjóðarmorð er framið, börn svelt og myrt, þá verðum við að taka afstöðu, þá er engin undankomuleið. Uppgjöf er útilokuð Útlitið er svart og það er of seint að snúa við en við gefumst ekki upp og höldum áfram að mótmæla því kúgun og ofbeldi má ekki festa sig í sessi. Uppgjöf er útilokuð. Ógnin vex og hernaðarbandalögin stækka um stundarsakir. Þrátt fyrir það er það enn skilyrðislaus skylda Íslands að tala fyrir friði í heiminum. Við getum eflt traust, aflað friðarmenningu fylgist og unnið saman að lausnum, mótmælt og sniðgengið. Það er of mikið í húfi til að sitja hjá. Skyldan felst í því að bregðast við ofbeldi, kúgun, svikum og morðum. Öll mannúðar- og góðgerðarsamtök vilja börnum vel óháð hverju sem greinir þau í sundur eins og búseta, staða og fjölskylda. Allar meiriháttar stofnanir á jörðinni setja börn í öndvegi og ríkisstjórnir eru iðulega reiðubúnar til að leggja eitthvað á sig til að veita öllum börnum skjól, öryggi, menntun og fæði. Þetta á ekki við um ríkisstjórnir í Ísrael og Rússlandi. Við þurfum því að senda þeim linnulaust skýr skilaboð um að við lítum ekki undan, heldur sjáum við hvað þær eru að gera og við berum enga virðingu fyrir þeim. Ef það er nokkur leið til að bjarga börnum úr hættulegri eða tvísýnni stöðu, þá gerum við það. Verum nógu við útsjónarsöm til að gera það. Gerum það öll saman! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Gunnar Hersveinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Dagarnir 8. og 9. maí eru minningardagar stríðsloka árið 1945. Markmiðið er að heiðra minningu allra sem töpuðu lífinu í hildarleiknum. Einnig að finna leiðir til að hatrið, hrokinn og heimskan verði ekki aftur ríkjandi. Við megum ekki láta bugast, við megum ekki gefast upp. Mótmælum illskunni! Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur tileinkað árið 2025 friði og trausti. Í ályktun er skorað á alþjóða samfélagið að leysa deilur með viðræðum og samningum til að tryggja varanlegan frið og traust í samskiptum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Gerum það fyrir börnin! Öll börn eru okkar börn! Mörg okkar skynja að illskan sem brann í Evrópu fyrir öllum þessum áratugum sé kviknuð aftur. Nú er jafnvel talið er að á tveimur eða þremur svæðum gætu átök breiðst út og stefnt heimsbyggðinni í hættu. Jafnvel þótt kynt sé undir ófriðarbál í heiminum um þessar mundir og vopnaframleiðendur hugsi sér gott til glóðarinnar, þá er engin ástæða til að hætta að styrkja friðarmenningu og efla traust og samvinnu milli þjóða. Vökum! Mannkynið allt er eitt í raun samfélag hvað sem aðskilnaðarsinnar segja. Okkur ber skylda til að hlúa að eigin börnum en það er rangt að líta undan og horfast ekki í augu við þjáningu barna annarra. Af þeim sökum mótmælum við stríðsrekstri, kúgun og illsku og hrópum: Börnin á Gaza eru okkar börn! Börnin í Súdan eru okkar börn! Öll börn eru okkar börn! Það er óhjákvæmilegt. Okkur ber skylda til að standa með öllum börnum alla daga í öllum löndum, óháð straumum og stefnum. Utan Úkraínu og Palestínu deyja flest börn vegna stríðaátaka í Eþíópíu og Súdan. Hvað getum við gert? Friður og stuðningur er góð gjöf til allra barna og þeirra sem unna börnum. Hættum að umbera þá sem drepa börn, kúga og eyða lífvænlegum aðstæðum. Við þurfum að segja eitthvað og gera eitthvað til að halda hugsjóninni um frið á lofti. Við þurfum að mótmæla kröftuglega, tala meira um frið og traust, rannsaka þau, skrifa um þau, læra þau og miðla þeim til annarra. Látum okkur ekki nægja að hlusta á tölur yfir látin börn í fréttum. Mótmælum! Valdhafar í Rússlandi hafa framið óafturkræfa glæpi gagnvart Úkraínu sem þeir bera fulla ábyrgð og geta ekki kennt öðrum um. Þeir hafa ekki aðeins rústað lífi og framtíð ótal fjölskyldna og barna heldur einnig rænt 20. þúsund börnum (5.5.25) frá foreldrum sínum og flutt til Rússlands. Þvílíkur glæpur, Þvílík grimmd! Ríkisstjórnin í Ísrael hefur fyrirgert allri mögulegri sátt með þjóðarmorði á Palestínufólki. Hún hefur framið glæp gegn mannkyni. Enginn er óhultur, enginn öruggur og saklaus, berskjölduð börn eru svelt og drepin í þúsunda tali. Herinn er sendur inn á Gazasvæðið til að drepa soltin börn – er eitthvað lítilþjóðlegra til? Er hægt að horfa framhjá þessu og þegja eða láta hjá líða að mótmæla kröftuglega með öllum ráðum? Nei, það er ekki hægt. Börn virðast vera raddlaus hagsmunahópur sem valdhafar, af þeim toga sem ráða í Rússlandi, Ísrael, Súdan og fleiri löndum, eru miskunnarlausir gagnvart. Lítilmenni! Við gætum bugast andspænis þessari illsku, við hrökkvum vissulega í baklás. Stundum getur verið í lagi að draga sig í hlé, taka ekki afstöðu og láta lítið fyrir sér fara. Á öðrum stundum, þegar illskan hefur orðið ofan á og þjóðarmorð er framið, börn svelt og myrt, þá verðum við að taka afstöðu, þá er engin undankomuleið. Uppgjöf er útilokuð Útlitið er svart og það er of seint að snúa við en við gefumst ekki upp og höldum áfram að mótmæla því kúgun og ofbeldi má ekki festa sig í sessi. Uppgjöf er útilokuð. Ógnin vex og hernaðarbandalögin stækka um stundarsakir. Þrátt fyrir það er það enn skilyrðislaus skylda Íslands að tala fyrir friði í heiminum. Við getum eflt traust, aflað friðarmenningu fylgist og unnið saman að lausnum, mótmælt og sniðgengið. Það er of mikið í húfi til að sitja hjá. Skyldan felst í því að bregðast við ofbeldi, kúgun, svikum og morðum. Öll mannúðar- og góðgerðarsamtök vilja börnum vel óháð hverju sem greinir þau í sundur eins og búseta, staða og fjölskylda. Allar meiriháttar stofnanir á jörðinni setja börn í öndvegi og ríkisstjórnir eru iðulega reiðubúnar til að leggja eitthvað á sig til að veita öllum börnum skjól, öryggi, menntun og fæði. Þetta á ekki við um ríkisstjórnir í Ísrael og Rússlandi. Við þurfum því að senda þeim linnulaust skýr skilaboð um að við lítum ekki undan, heldur sjáum við hvað þær eru að gera og við berum enga virðingu fyrir þeim. Ef það er nokkur leið til að bjarga börnum úr hættulegri eða tvísýnni stöðu, þá gerum við það. Verum nógu við útsjónarsöm til að gera það. Gerum það öll saman! Höfundur er rithöfundur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun