Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:19 Jón Óttar Ólafsson, annar tveggja fyrrverandi lögreglumanna sem áttu ráðgjafarfyrirtækið PPP. Félagarnir njósnuðu um fólk fyrir Björgólf Thor Björgólfsson en RÚV segir nú að þeir hafi einnig stolið viðkvæmum gögnum frá lögreglu og sérstökum saksóknara. Vísir/Pjetur Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira