Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir og Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifa 7. maí 2025 14:33 Án hagnaðar er erfitt fyrir fyrirtæki að fjárfesta, bæta kjör starfsfólks eða vaxa á heilbrigðan hátt. Það dylst engum að ríkjandi hugmynd hefur einmitt verið sú að meginmarkmið fyrirtækja sé að hámarka fjárhagslegan hagnað fyrir hluthafa. En á síðari árum hefur sífellt fleirum orðið ljóst að kallað er eftir víðari sýn á hvað hagnaður raunverulega þýðir. Breyttur skilningur á tilgangi fyrirtækja endurspeglast greinilega í rannsóknum og yfirlýsingum víða um heim. Árið 2019 gaf Business Roundtable út yfirlýsingu frá 181 forstjóra stórfyrirtækja, þar sem þeir skuldbundu sig til að þjóna öllum hagðilum – viðskiptavinum, starfsfólki, birgjum, samfélaginu og hluthöfum. Framtakið We are still in, sýnir að fjölmargir leiðtogar og stofnanir í Bandaríkjunum staðráðnir í að vinna áfram að markmiðum Parísarsamkomulagsins þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. Aðilar að framtakinu eru yfir 3.900 leiðtogar, þar á meðal borgarstjórar, ríkisstjórar, háskólaforsetar, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamiklir einstaklingar sem skuldbinda sig til að styðja við loftslagsaðgerðir og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið. Kannanir sýna að ungu fólki finnst að markmið fyrirtækja ætti helst að vera að „bæta samfélagið“ fremur en að hámarka skammtímahagnað. Yngri kynslóðir kalla eftir breyttu gildismati þar sem fyrirtæki eru drifin áfram af skýrum tilgangi og samfélagslegri ábyrgð til jafns við arðsemi. Tilgangsdrifinn rekstur í reynd Þessi „nýja“ sýn felur í sér að fyrirtæki taki sér víðara hlutverk í samfélaginu. Dæmi um einkenni tilgangsdrifins reksturs gætu verið: Langtímahugsun: Stjórnendur taka ákvarðanir með hliðsjón af áhrifum til lengri tíma, ekki bara næsta ársfjórðungs eða árs.. Langtímahugsun krefst fjárfestninga í nýsköpun sem stuðlar að sjálbærum rekstri og sjálfbærri framtíð til langs tíma jafnvel þótt það dragi tímabundið úr skammtímahagnaði. Slík hugsun byggir líka undir traust viðskiptasambönd til lengri tíma. Ábyrgð gagnvart umhverfi: Stjórnendur leggja áherslu á að draga úr kolefnisspori, minnka sóun og vernda vistkerfin með því að setja sér metnaðarfull loftslagsmarkmið og leita leiða til að verða kolefnishlutlaus. Í stað þess að horfa á umhverfismál sem kostnað sjá fyrirtæki tækifæri til nýsköpunar og sparnaðar. Ábyrgð gagnvart starfsfólki: Stjórnendur setja fólk í fyrsta sæti þar sem áhersla er á vellíðan starfsfólks, fjölbreytileika og jafnræði í starfsemi fyrirtækja. Hamingjusamt starfsfólk skilar betri árangri og tryggð, auk þess sem fyrirtæki með sterka „siðferðislega ímynd“ njóta frekar trausts almennings og eru eftirsóttari vinnustaðir. Aukin áhersla á að efla atvinnu með stuðningi með því að huga að aðgengi fyrir alla og bjóða upp á tækifæri til hlutastarfa þá skapast tækifæri til að virkja mannauð sem annars fengi ekki tækifæri til atvinnuþátttöku, atvinnulífinu til góða. Fjárfestar horfa til ábyrgðar Þessi þróun er ekki aðeins knúin áfram af þessum gildum í samfélaginu heldur einnig af kröfum fjárfesta. Stórir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki líta nú í vaxandi mæli til sjálfbærnifjárfestinga – þ.e. fjárfestinga sem skila mælanlegum samfélagslegum eða umhverfislegum ávinningi til viðbótar fjárhagslegri ávöxtun. Samkvæmt nýlegri skýrslu nemur umfang slíkrar ábyrgrar fjárfestingar um 30 þúsund milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu. Jafnframt hafa samtök eins og IcelandSIF hérlendis verið stofnuð til að efla þekkingu á sjálfbærum fjárfestingum og auka umræðu um þær. Fjárfestar átta sig nefnilega á því að fyrirtæki sem sinna samfélags- og umhverfismálum af alvöru eru líklegri til að standast ágjöf til lengri tíma, draga úr rekstraráhættu og nýta ný tækifæri sem fylgja grænni framtíð. Fyrirtæki fyrir komandi kynslóðir Það er augljóst að fyrirtæki sem tileinka sér þessa heildarsýn uppskera lof, traust og velvild frá samfélaginu sem getur skilað þeim árangri til lengri tíma. Neytendur eru líklegri til að sýna tryggð við vörumerki sem ganga lengra en lágmarkskröfur í sjálfbærni. Margir fjárfestar umbuna þeim sem sýna árangur á sviði sjálfbærni. Þegar fyrirtæki eru rekin af hugsjón um að skapa betri framtíð, ekki aðeins fyrir næsta ársfjórðung heldur fyrir næstu kynslóðir, verður til heilbrigðara og réttlátara hagkerfi. Hagnaður hverfur ekki úr dæminu - heldur verður arðsemin forsenda framþróunar, nýsköpunar og samfélagsumbóta - afrakstur sem bæði hluthafar og samfélag geta verið stolt af. Hamingja og velferð samfélagsins verður þá ekki hliðarafurð heldur sjálfstætt markmið í rekstrinum, jafngilt arðsemi í huga stjórnenda. Slík fyrirtæki líta á sig sem lifandi hluta af samfélaginu sem bera ábyrgð gagnvart fólki og umhverfinu. Höfundar eru Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Erla Ósk Ásgeirsdottir, formaður Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Án hagnaðar er erfitt fyrir fyrirtæki að fjárfesta, bæta kjör starfsfólks eða vaxa á heilbrigðan hátt. Það dylst engum að ríkjandi hugmynd hefur einmitt verið sú að meginmarkmið fyrirtækja sé að hámarka fjárhagslegan hagnað fyrir hluthafa. En á síðari árum hefur sífellt fleirum orðið ljóst að kallað er eftir víðari sýn á hvað hagnaður raunverulega þýðir. Breyttur skilningur á tilgangi fyrirtækja endurspeglast greinilega í rannsóknum og yfirlýsingum víða um heim. Árið 2019 gaf Business Roundtable út yfirlýsingu frá 181 forstjóra stórfyrirtækja, þar sem þeir skuldbundu sig til að þjóna öllum hagðilum – viðskiptavinum, starfsfólki, birgjum, samfélaginu og hluthöfum. Framtakið We are still in, sýnir að fjölmargir leiðtogar og stofnanir í Bandaríkjunum staðráðnir í að vinna áfram að markmiðum Parísarsamkomulagsins þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjaforseta. Aðilar að framtakinu eru yfir 3.900 leiðtogar, þar á meðal borgarstjórar, ríkisstjórar, háskólaforsetar, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamiklir einstaklingar sem skuldbinda sig til að styðja við loftslagsaðgerðir og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið. Kannanir sýna að ungu fólki finnst að markmið fyrirtækja ætti helst að vera að „bæta samfélagið“ fremur en að hámarka skammtímahagnað. Yngri kynslóðir kalla eftir breyttu gildismati þar sem fyrirtæki eru drifin áfram af skýrum tilgangi og samfélagslegri ábyrgð til jafns við arðsemi. Tilgangsdrifinn rekstur í reynd Þessi „nýja“ sýn felur í sér að fyrirtæki taki sér víðara hlutverk í samfélaginu. Dæmi um einkenni tilgangsdrifins reksturs gætu verið: Langtímahugsun: Stjórnendur taka ákvarðanir með hliðsjón af áhrifum til lengri tíma, ekki bara næsta ársfjórðungs eða árs.. Langtímahugsun krefst fjárfestninga í nýsköpun sem stuðlar að sjálbærum rekstri og sjálfbærri framtíð til langs tíma jafnvel þótt það dragi tímabundið úr skammtímahagnaði. Slík hugsun byggir líka undir traust viðskiptasambönd til lengri tíma. Ábyrgð gagnvart umhverfi: Stjórnendur leggja áherslu á að draga úr kolefnisspori, minnka sóun og vernda vistkerfin með því að setja sér metnaðarfull loftslagsmarkmið og leita leiða til að verða kolefnishlutlaus. Í stað þess að horfa á umhverfismál sem kostnað sjá fyrirtæki tækifæri til nýsköpunar og sparnaðar. Ábyrgð gagnvart starfsfólki: Stjórnendur setja fólk í fyrsta sæti þar sem áhersla er á vellíðan starfsfólks, fjölbreytileika og jafnræði í starfsemi fyrirtækja. Hamingjusamt starfsfólk skilar betri árangri og tryggð, auk þess sem fyrirtæki með sterka „siðferðislega ímynd“ njóta frekar trausts almennings og eru eftirsóttari vinnustaðir. Aukin áhersla á að efla atvinnu með stuðningi með því að huga að aðgengi fyrir alla og bjóða upp á tækifæri til hlutastarfa þá skapast tækifæri til að virkja mannauð sem annars fengi ekki tækifæri til atvinnuþátttöku, atvinnulífinu til góða. Fjárfestar horfa til ábyrgðar Þessi þróun er ekki aðeins knúin áfram af þessum gildum í samfélaginu heldur einnig af kröfum fjárfesta. Stórir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki líta nú í vaxandi mæli til sjálfbærnifjárfestinga – þ.e. fjárfestinga sem skila mælanlegum samfélagslegum eða umhverfislegum ávinningi til viðbótar fjárhagslegri ávöxtun. Samkvæmt nýlegri skýrslu nemur umfang slíkrar ábyrgrar fjárfestingar um 30 þúsund milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu. Jafnframt hafa samtök eins og IcelandSIF hérlendis verið stofnuð til að efla þekkingu á sjálfbærum fjárfestingum og auka umræðu um þær. Fjárfestar átta sig nefnilega á því að fyrirtæki sem sinna samfélags- og umhverfismálum af alvöru eru líklegri til að standast ágjöf til lengri tíma, draga úr rekstraráhættu og nýta ný tækifæri sem fylgja grænni framtíð. Fyrirtæki fyrir komandi kynslóðir Það er augljóst að fyrirtæki sem tileinka sér þessa heildarsýn uppskera lof, traust og velvild frá samfélaginu sem getur skilað þeim árangri til lengri tíma. Neytendur eru líklegri til að sýna tryggð við vörumerki sem ganga lengra en lágmarkskröfur í sjálfbærni. Margir fjárfestar umbuna þeim sem sýna árangur á sviði sjálfbærni. Þegar fyrirtæki eru rekin af hugsjón um að skapa betri framtíð, ekki aðeins fyrir næsta ársfjórðung heldur fyrir næstu kynslóðir, verður til heilbrigðara og réttlátara hagkerfi. Hagnaður hverfur ekki úr dæminu - heldur verður arðsemin forsenda framþróunar, nýsköpunar og samfélagsumbóta - afrakstur sem bæði hluthafar og samfélag geta verið stolt af. Hamingja og velferð samfélagsins verður þá ekki hliðarafurð heldur sjálfstætt markmið í rekstrinum, jafngilt arðsemi í huga stjórnenda. Slík fyrirtæki líta á sig sem lifandi hluta af samfélaginu sem bera ábyrgð gagnvart fólki og umhverfinu. Höfundar eru Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Erla Ósk Ásgeirsdottir, formaður Festu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun