Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar 7. maí 2025 13:02 Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Blóðmerahald Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun