Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2025 07:24 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira