Moskítóflugur muni koma til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 22:08 Gísli Már Gíslason líffræðingur. Moskítófluga til hægri. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“ Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“
Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira