„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. maí 2025 12:17 Konan ók bílnum gegnum strandavíðinn og utan í hús Axels. Hún reyndi síðan að spóla í burtu. Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. „Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega. Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega.
Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira