Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 13:32 KR-ingar fagna með stuðningsmönnum sínum á Kópavogsvelli í gær. vísir/diego Óhætt er að segja að leikir KR í Bestu deild karla í sumar hafi verið afar skemmtilegir. Það vantar allavega ekki mörkin í þá. KR gerði 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvelli í gær. KR-ingar lentu 2-0 undir, jöfnuðu og komust yfir en Blikar jöfnuðu í uppbótartíma. KR er í 4. sæti með sjö stig eftir fimm umferðir og er eina taplausa liðið í deildinni. Markatala KR er 15-10 og því hafa verið skoruð samtals 25 mörk í leikjum liðsins. Það gera fimm mörk að meðaltali í leik. Sjö leikmenn KR hafa skorað mörkin fimmtán sem liðið hefur gert. Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skorað fjögur mörk, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson þrjú hvor, Aron Sigurðarson tvö og Matthias Præst, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Finnur Tómas Pálmason eitt mark hver. Verða ekki sigraðir Eftir leikinn á Kópavogsvelli kvaðst Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, vera hreykinn af sínu liði. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög stoltur af liðinu, sagði við þá inni í klefa eftir leik að þeir byggju yfir mikilvægasta hráefninu sem þú getur haft þegar þú ert að búa til lið. Sem er að vita ekki hvenær þú átt að gefast, vita ekki hvenær þú ert í vonlausri stöðu. Þeir héldu áfram og áfram og áfram. Við spiluðum okkar leik, alls ekki allt sem heppnaðist, eðlilega þar sem við erum að spila á móti Íslandsmeisturunum á heimavelli. Þeir eru alltaf að fara gera þér lífið erfitt, en það er bara svo mikill karakter í þessu liði,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Næsti leikur KR er gegn ÍBV á AVIS-vellinum í Laugardalnum á laugardaginn kemur. Eyjamenn eru með sjö stig líkt og KR-ingar. Besta deild karla KR Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
KR gerði 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvelli í gær. KR-ingar lentu 2-0 undir, jöfnuðu og komust yfir en Blikar jöfnuðu í uppbótartíma. KR er í 4. sæti með sjö stig eftir fimm umferðir og er eina taplausa liðið í deildinni. Markatala KR er 15-10 og því hafa verið skoruð samtals 25 mörk í leikjum liðsins. Það gera fimm mörk að meðaltali í leik. Sjö leikmenn KR hafa skorað mörkin fimmtán sem liðið hefur gert. Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur skorað fjögur mörk, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson þrjú hvor, Aron Sigurðarson tvö og Matthias Præst, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Finnur Tómas Pálmason eitt mark hver. Verða ekki sigraðir Eftir leikinn á Kópavogsvelli kvaðst Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, vera hreykinn af sínu liði. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög stoltur af liðinu, sagði við þá inni í klefa eftir leik að þeir byggju yfir mikilvægasta hráefninu sem þú getur haft þegar þú ert að búa til lið. Sem er að vita ekki hvenær þú átt að gefast, vita ekki hvenær þú ert í vonlausri stöðu. Þeir héldu áfram og áfram og áfram. Við spiluðum okkar leik, alls ekki allt sem heppnaðist, eðlilega þar sem við erum að spila á móti Íslandsmeisturunum á heimavelli. Þeir eru alltaf að fara gera þér lífið erfitt, en það er bara svo mikill karakter í þessu liði,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Næsti leikur KR er gegn ÍBV á AVIS-vellinum í Laugardalnum á laugardaginn kemur. Eyjamenn eru með sjö stig líkt og KR-ingar.
Besta deild karla KR Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira