Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2025 10:04 Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konuna út. Þetta er að gerast núna. Íbúinn myndar aðgerðirnar og segir hann að vegna þessa hafi fulltrúarnir nú kallað til lögreglu. vísir/anton brink Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. „Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira