Halla og Björn halda til Svíþjóðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 13:09 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir halda í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sigurjón Ragnar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands. Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands.
Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira