Halla og Björn halda til Svíþjóðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 13:09 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir halda í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sigurjón Ragnar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands. Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning bjóði til heimsóknarinnar sem hefur það að markmiði að styrkja góð tengsl landanna tveggja og vinna að frekara samstarfi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, sjónvarps- og kvikmndagerðar og öryggismála. „Samhliða ríkisheimsókninni fer viðskiptasendinefnd, leidd af Íslandsstofu, til Svíþjóðar með fulltrúum 30 íslenskra fyrirtækja með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar. Í tilefni heimsóknarinnar fer einnig sendinefnd á sviði sjónvarps- og kvikmyndagerðar og tekur þátt í dagskrá sem skipulögð er í samstarfi Swedish institute og sænska utanríkisráðuneytisins við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Film in Iceland,“ segir meðal annars um heimsóknina í tilkynningu forsetaembættisins. Gestgjafarnir Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning.Kungahuset/Peter Knutson Dagskrá heimsóknarinnar hefst með móttökuathöfn við konungshöllina í Stokkhólmi, og þá mun Halla funda með forseta sænska þingsins ásamt utanríkisráðherra og öðrum fulltrúum úr sendinefnd. Fundað verður einnig með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og snæddur hádegisverður með konungshjónunum svo fátt eitt sé nefnt. Kokkalandsliðið græjar veislumatinn Þá mun Björn Skúlason heimsækja dagvistunarúrræði ásamt Silvíu drottningu sem drottningin stofnaði til fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma en Alma Möller og sænski ráðherra öldrunarmála verða með í för. Silvía drottning mun jafnframt fylgja Birni og Ölmu í hiemsókn í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta degi heimsóknarinnar lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni. Á miðvikudaginn eru fyrirhugaðar heimsóknir á Karolinksa háskólasjúkrahúsið og í viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og snæddur hádegisverður í Ráðhúsinu í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Haldið verður einnig Konunglega tækniháskólann og í Kvikmyndahúsið svokallaða sem hefur átt sterk tengsl við Íslendinga í gegnum tíðina. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku til heiðurs sænsku konungshjónunum þar sem íslenska kokkalandsliðið mun reiða fram veitingar. „Á lokadegi þessarar ríkisheimsóknar, sem er fimmtudagurinn 8. maí, skoðar forseti ásamt fylgdarliði Torsåker bæinn þar sem rekin er þróunarstöð fyrir matvæli framtíðar með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og lýðheilsu. Þaðan heldur hópurinn í Rosersberg-höll þar sem konungshjónin kveðja gestina og heimsókninni lýkur,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Nánar má lesa um heimsóknina á vefsíðu embættis forseta Íslands.
Utanríkismál Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Íslendingar erlendis Kóngafólk Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira