Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2025 11:15 Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar