Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. maí 2025 10:17 Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar