Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 21:13 Harry segir hugsanlegar sættir við fjölskylduna helst hafa strandað á málaferlunum. Nú þegar þeim er lokið þætti honum vænt um að ná sáttum. EPA Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“ Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira