„Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 12:21 Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir eðlilegt að stofnandi kvikmyndaskólans sé ósáttur. Nafnið og námskráin verði engu að síður áfram í gagninu. Samsett Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira