Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 09:14 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á ríkisstjórnarfundi í gær. Kínverjar segjast opnir fyrir viðræðum um viðskiptasamband ríkjanna en fyrst þurfi Trump að fella tolla á kínverskar vörur úr gildi. hvíta húsið/MOlly Riley Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Embættismenn í Bandaríkjunum og Trump sjálfur hafa haldið því fram að viðræður við Kínverja séu yfirstandandi. Trump hefur meðal annars sagt að hann hafi fengið símtal frá Xi Jinping, forseta Kína, en því hafa Kínverjar alfarið neitað. Þeir hafa sagt að engar viðræður um tollana og viðskiptasamband ríkjanna hafi farið fram. Þessi nýjustu ummæli frá viðskiptaráðuneyti Kína gefa til kynna að viðræður geti hafist en eins og áður segir hafa Kínverjar ákveðin skilyrði. Stærsta skilyrðið er það að tollar á kínverskar vörur verði felldir niður. Viðræður muni ekki hefjast fyrr. „Ef Bandaríkin leiðrétta ekki ranga einhliða beitingu tolla, þýðir það að Bandaríkin hafa ekki einlægan vilja til viðræðna og mun það skaða enn frekar traust milli ríkjanna,“ segir í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu, samkvæmt frétt New York Times. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni viðskiptaráðuneytisins að afstaða Kínverja sé skýr. „Ef þið viljið berjast, munum við berjast til hins síðasta. Ef þið viljið tala eru dyr okkar galopnar.“ Fyrst þyrftu tollarnir þó að hverfa. Trump hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að lækka tolla á vörur frá Kína. Hann sagði þó seinna meir, í síðustu viku, að hann ætlaði ekki að fella niður tolla fyrr en Kínverjar lúffuðu. Í áðurnefndri yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína er minnst á að Trump hafi sagt ýmislegt hingað til en aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við ummæli hans. NYT segir ráðamenn í Kína ekki vilja að Xi og Trump tali sín á milli um ástandið. Kínverjar óttast að Trump gæti snúist hugur og svikið samkomulag sem þeir myndu gera, eða smána Xi með einhverjum hætti, á svipaðan hátt og Trump gerði við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í febrúar. Tollar Trumps virðast þegar hafa haft mikil áhrif á framleiðendur í Kína og hagkerfi ríkisins. Pöntunum til kínverskra fyrirtækja hefur fækkað mjög mikið. Ráðamenn í Peking hafa alfarið kennt Bandaríkjamönnum um ástandið og reynt að undirbúa þjóðina fyrir langvarandi viðskiptaátök. Kínverjar hafa einnig biðlað til annarra þjóða heimsins um að standa í hárinu á Bandaríkjamönnum. „Þegar heimurinn stendur saman, eru Bandaríkin eingöngu lítill strandaður bátur,“ sagði í myndbandi utanríkisráðuneyti Kína birti fyrr í vikunni. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig biðlað til annarra ríkja um að takmarka innflutning frá Kína. Bandaríkin Kína Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58 Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. 29. apríl 2025 11:19 Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29. apríl 2025 10:33 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Embættismenn í Bandaríkjunum og Trump sjálfur hafa haldið því fram að viðræður við Kínverja séu yfirstandandi. Trump hefur meðal annars sagt að hann hafi fengið símtal frá Xi Jinping, forseta Kína, en því hafa Kínverjar alfarið neitað. Þeir hafa sagt að engar viðræður um tollana og viðskiptasamband ríkjanna hafi farið fram. Þessi nýjustu ummæli frá viðskiptaráðuneyti Kína gefa til kynna að viðræður geti hafist en eins og áður segir hafa Kínverjar ákveðin skilyrði. Stærsta skilyrðið er það að tollar á kínverskar vörur verði felldir niður. Viðræður muni ekki hefjast fyrr. „Ef Bandaríkin leiðrétta ekki ranga einhliða beitingu tolla, þýðir það að Bandaríkin hafa ekki einlægan vilja til viðræðna og mun það skaða enn frekar traust milli ríkjanna,“ segir í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu, samkvæmt frétt New York Times. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni viðskiptaráðuneytisins að afstaða Kínverja sé skýr. „Ef þið viljið berjast, munum við berjast til hins síðasta. Ef þið viljið tala eru dyr okkar galopnar.“ Fyrst þyrftu tollarnir þó að hverfa. Trump hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að lækka tolla á vörur frá Kína. Hann sagði þó seinna meir, í síðustu viku, að hann ætlaði ekki að fella niður tolla fyrr en Kínverjar lúffuðu. Í áðurnefndri yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína er minnst á að Trump hafi sagt ýmislegt hingað til en aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við ummæli hans. NYT segir ráðamenn í Kína ekki vilja að Xi og Trump tali sín á milli um ástandið. Kínverjar óttast að Trump gæti snúist hugur og svikið samkomulag sem þeir myndu gera, eða smána Xi með einhverjum hætti, á svipaðan hátt og Trump gerði við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í febrúar. Tollar Trumps virðast þegar hafa haft mikil áhrif á framleiðendur í Kína og hagkerfi ríkisins. Pöntunum til kínverskra fyrirtækja hefur fækkað mjög mikið. Ráðamenn í Peking hafa alfarið kennt Bandaríkjamönnum um ástandið og reynt að undirbúa þjóðina fyrir langvarandi viðskiptaátök. Kínverjar hafa einnig biðlað til annarra þjóða heimsins um að standa í hárinu á Bandaríkjamönnum. „Þegar heimurinn stendur saman, eru Bandaríkin eingöngu lítill strandaður bátur,“ sagði í myndbandi utanríkisráðuneyti Kína birti fyrr í vikunni. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig biðlað til annarra ríkja um að takmarka innflutning frá Kína.
Bandaríkin Kína Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58 Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. 29. apríl 2025 11:19 Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29. apríl 2025 10:33 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58
Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. 29. apríl 2025 11:19
Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29. apríl 2025 10:33