Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 1. maí 2025 23:03 Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar