Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 1. maí 2025 23:03 Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar