Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar 1. maí 2025 21:00 Miðað við þær athugasemdir og ummæli sem ég hef verið að lesa á samfélagsmiðlum landsins við þá frétt hefur fólk sterkar skoðanir á málefnum ungra afbrotamanna hér á landi í dag og sér í lagi þegar þau fremja jafn alvarlegt sem þetta afbrot er, þó svo að mér finnist ríkisvaldið ekki hafa staðið sig við að veita þá stoðþjónustu sem þarf til að koma í veg fyrir að svona gerist. Eins og hafa sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í alvarlegum vanda og taka heildstætt til að mynda á afbrotum ungmenna. Mér sýnist, miðað við dómsuppkvaðninguna yfir drengnum sem varð Bryndísi Klöru að banna á menningarnótt og stinga tvö önnur ungmenni, að hún hafi vakið upp spurningar um hvað eigi að gera við þau ungmenni sem brjóta alvarlega af sér í okkar samfélagi. En hvað hefði verið réttlátur og hæfilegur dómur í þessu tilfelli yfir þessum dreng? Það sem vekur hjá mér sérstæka athygli og furðu er að það er ekkert ákvæði í dómsorði um að drengurinn sem er dæmdur eigi að sæta fræðslu og vera undir leiðsögn aðila sem geta leiðbeint honum í framtíðinni, sem getur verið liður í því að bæta fyrir brot sitt. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti hérna, enda er ég ekki löglærður, en hins vegar er ég á þeirri skoðun að meðan á afplánun stendur er það mitt mat að við eigum að nota tímann vel fyrir þennan unga mann sem framdi þennan hræðilega verknað í þeirri von að hann komi út sem betri maður í framtíðinni og geti orðið þátttakandi í samfélaginu aftur að loknum afplánunartíma. Þá er ég ekki bara með velferð hans í huga heldur samfélagið okkar. Á þeim 30 árum sem ég hef unnið á þessum vettvangi hef ég aldrei nokkurn tímann orðið var við það á mínum starfsferli að bara að refsa ungmennum eða gera ekkert sé svarið, það hefur miklu frekar leitt til frekari afbrota á fullorðinsárum og það hefur sannað sig margítrekað. Því getur ekki verið tilviljun að margir sem eru að brjóta af sér sem börn hafa sett hroll að þjóðinni þegar þau eru komin á fullorðinsár með alvarlegum afbrotum og jafnvel framið morð. Uppbyggileg réttvísi Ég hef ekki trú á því að refsingin ein og sér og að ætla að vera með kindla og heykvíslar sé svarið miðað við það sem maður er að lesa á samfélagsmiðlum. Við skulum ekki gleyma því að við lifum í réttarfarsríki og þegar menn eru búnir að afplána sína dóma koma þeir aftur út í samfélagið og það fer eftir því hvað var gert á afplánunartíma hvort menn koma út sem betri menn eða ekki. Það verður að veita honum þá þjónustu sem hann þarf til að komast sterkari út í lífið og ekki síður fyrir okkar litla samfélag svo að svona endurtaki sig ekki. Refsing er ekki eina svarið í þessu, heldur þarf að vera líka markviss fræðsla og stuðningur, annars lendum við á sama stað og Svíþjóð og við þurfum bara að horfa til skotárásar sem var framin fyrir stuttu síðan þar sem 16 ára ungmenni drap þrjá á hárgreiðslustofu. Jafnframt minni ég á það að sá drengur var í úrræði á vegum hins opinbera þegar brotið var framið því glæpagengin leita uppi einstaklinga sem eru veikir á svellinu og þeir einstaklingar sem ná hvergi að tilheyra með jákvæðum formerkjum af einhverjum ástæðum munu gera það með neikvæðum og jafnvel fremja morð til þess eins og í þessu tilfelli. Þessi veruleiki er ekki langt frá okkur því hér á landi hafa ungmenni skotið á fólk og hafnaði ein kúlan inni í barnaherbergi hjá saklausu fólki og var það guðsmildi að ekki fór verr þar. Jafnframt minni ég á það að glæpagengi frá Svíþjóð kom hingað til lands ekki fyrir svo löngu síðan að kanna jarðveginn og frétti ég af velvakandi lögreglu hér á landi sem kom í veg fyrir að þeir næðu að festa rætur hér á landi. Við erum yfirleitt nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessu og við skulum ekki láta það koma okkur á óvart að við lendum á svipuðum stað og þau ef við gerum ekkert í málunum núna. Hins vegar er staðreyndin þessi að hér á landi eru önnur erlend skipulögð glæpasamtök sem hafa náð að festa rætur hér á landi, þó svo þessi sænsku hafi ekki gert það. Þá erum við ekki að spara fé til sérsveita lögreglu. Tólf sinnum fleiri vopnuð útköll hjá sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll árið 2023, í samanburði við árið 2013. Flest útköllin voru á höfuðborgarsvæðinu. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-12-tolf-sinnum-fleiri-vopnud-utkoll-hja-sersveitinni-415511 Er þetta tilviljun ein eða ætlum við að vakna einn daginn og geta ekkert gert? Minni á það að á síðasta ári hófu 52,7% af erlendum uppruna fangavist og 69,6% gæsluvarðhaldsfanga voru jafnframt erlendir hér á landi. Þessar tölur hljóta að segja okkur eitthvað. Til að það verði ekki til jarðvegur fyrir frekari skipulagða glæpastarfsemi hér á landi þá veikjum við ekki lögregluna og fangelsiskerfin og tollinn. Nei, nú er mál að linni, við verðum að fara að marka heildstæða stefnu í málefnum ungra afbrotamanna og hafa úrræði við hæfi. Úr moldarkofanum Nú er tímabært að vakna og fara að marka heildstæða stefnu fyrir börn í afbrotum svo svona hræðilegur atburður endurtaki sig ekki eins og á menningarnótt, „Youth offending team“ sem er notað í Bretlandi tekur líka á morðmálum, uppbyggileg réttvísi og ég myndi vilja horfa þangað og til fleiri landa, eins og PUK í Danmörku. Það er engum til tekna að loka hann bara inni og henda lyklinum hvorki fyrir hann, og allra síst aðstandendum fórnarlambanna sem koma að þessu máli og okkar litla samfélagi. Nú þurfum við að fara úr moldarkofanum í þessum málaflokki og fara að vakna fyrir alvöru, staðreyndin er þessi: hingað eru nú þegar komin skipulögð glæpasamtök og hver haldið þið að séu fyrst að tilheyra þeim og leita viðurkenningar til að hífa sína veiku sjálfsmynd upp? Látum þetta mál okkar verða að kenningu af alvöru, byggjum þetta sérhæfða meðferðarheimili strax og svo ég endurtaki það einu sinni enn: Förum að marka af alvöru heildstæða stefnu í málefnum ungra afbrotamanna. Ég ætla að lokum að skora á fólk að kíkja á Facebook-síðuna „Hvernig fækkum við afbrotum barna“. Þar eru myndbönd og frá youth offending team og PUK meðal annars og fullt af fróðleik um hvernig er hægt að nálgast afbrot barna. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Miðað við þær athugasemdir og ummæli sem ég hef verið að lesa á samfélagsmiðlum landsins við þá frétt hefur fólk sterkar skoðanir á málefnum ungra afbrotamanna hér á landi í dag og sér í lagi þegar þau fremja jafn alvarlegt sem þetta afbrot er, þó svo að mér finnist ríkisvaldið ekki hafa staðið sig við að veita þá stoðþjónustu sem þarf til að koma í veg fyrir að svona gerist. Eins og hafa sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í alvarlegum vanda og taka heildstætt til að mynda á afbrotum ungmenna. Mér sýnist, miðað við dómsuppkvaðninguna yfir drengnum sem varð Bryndísi Klöru að banna á menningarnótt og stinga tvö önnur ungmenni, að hún hafi vakið upp spurningar um hvað eigi að gera við þau ungmenni sem brjóta alvarlega af sér í okkar samfélagi. En hvað hefði verið réttlátur og hæfilegur dómur í þessu tilfelli yfir þessum dreng? Það sem vekur hjá mér sérstæka athygli og furðu er að það er ekkert ákvæði í dómsorði um að drengurinn sem er dæmdur eigi að sæta fræðslu og vera undir leiðsögn aðila sem geta leiðbeint honum í framtíðinni, sem getur verið liður í því að bæta fyrir brot sitt. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti hérna, enda er ég ekki löglærður, en hins vegar er ég á þeirri skoðun að meðan á afplánun stendur er það mitt mat að við eigum að nota tímann vel fyrir þennan unga mann sem framdi þennan hræðilega verknað í þeirri von að hann komi út sem betri maður í framtíðinni og geti orðið þátttakandi í samfélaginu aftur að loknum afplánunartíma. Þá er ég ekki bara með velferð hans í huga heldur samfélagið okkar. Á þeim 30 árum sem ég hef unnið á þessum vettvangi hef ég aldrei nokkurn tímann orðið var við það á mínum starfsferli að bara að refsa ungmennum eða gera ekkert sé svarið, það hefur miklu frekar leitt til frekari afbrota á fullorðinsárum og það hefur sannað sig margítrekað. Því getur ekki verið tilviljun að margir sem eru að brjóta af sér sem börn hafa sett hroll að þjóðinni þegar þau eru komin á fullorðinsár með alvarlegum afbrotum og jafnvel framið morð. Uppbyggileg réttvísi Ég hef ekki trú á því að refsingin ein og sér og að ætla að vera með kindla og heykvíslar sé svarið miðað við það sem maður er að lesa á samfélagsmiðlum. Við skulum ekki gleyma því að við lifum í réttarfarsríki og þegar menn eru búnir að afplána sína dóma koma þeir aftur út í samfélagið og það fer eftir því hvað var gert á afplánunartíma hvort menn koma út sem betri menn eða ekki. Það verður að veita honum þá þjónustu sem hann þarf til að komast sterkari út í lífið og ekki síður fyrir okkar litla samfélag svo að svona endurtaki sig ekki. Refsing er ekki eina svarið í þessu, heldur þarf að vera líka markviss fræðsla og stuðningur, annars lendum við á sama stað og Svíþjóð og við þurfum bara að horfa til skotárásar sem var framin fyrir stuttu síðan þar sem 16 ára ungmenni drap þrjá á hárgreiðslustofu. Jafnframt minni ég á það að sá drengur var í úrræði á vegum hins opinbera þegar brotið var framið því glæpagengin leita uppi einstaklinga sem eru veikir á svellinu og þeir einstaklingar sem ná hvergi að tilheyra með jákvæðum formerkjum af einhverjum ástæðum munu gera það með neikvæðum og jafnvel fremja morð til þess eins og í þessu tilfelli. Þessi veruleiki er ekki langt frá okkur því hér á landi hafa ungmenni skotið á fólk og hafnaði ein kúlan inni í barnaherbergi hjá saklausu fólki og var það guðsmildi að ekki fór verr þar. Jafnframt minni ég á það að glæpagengi frá Svíþjóð kom hingað til lands ekki fyrir svo löngu síðan að kanna jarðveginn og frétti ég af velvakandi lögreglu hér á landi sem kom í veg fyrir að þeir næðu að festa rætur hér á landi. Við erum yfirleitt nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessu og við skulum ekki láta það koma okkur á óvart að við lendum á svipuðum stað og þau ef við gerum ekkert í málunum núna. Hins vegar er staðreyndin þessi að hér á landi eru önnur erlend skipulögð glæpasamtök sem hafa náð að festa rætur hér á landi, þó svo þessi sænsku hafi ekki gert það. Þá erum við ekki að spara fé til sérsveita lögreglu. Tólf sinnum fleiri vopnuð útköll hjá sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll árið 2023, í samanburði við árið 2013. Flest útköllin voru á höfuðborgarsvæðinu. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-12-tolf-sinnum-fleiri-vopnud-utkoll-hja-sersveitinni-415511 Er þetta tilviljun ein eða ætlum við að vakna einn daginn og geta ekkert gert? Minni á það að á síðasta ári hófu 52,7% af erlendum uppruna fangavist og 69,6% gæsluvarðhaldsfanga voru jafnframt erlendir hér á landi. Þessar tölur hljóta að segja okkur eitthvað. Til að það verði ekki til jarðvegur fyrir frekari skipulagða glæpastarfsemi hér á landi þá veikjum við ekki lögregluna og fangelsiskerfin og tollinn. Nei, nú er mál að linni, við verðum að fara að marka heildstæða stefnu í málefnum ungra afbrotamanna og hafa úrræði við hæfi. Úr moldarkofanum Nú er tímabært að vakna og fara að marka heildstæða stefnu fyrir börn í afbrotum svo svona hræðilegur atburður endurtaki sig ekki eins og á menningarnótt, „Youth offending team“ sem er notað í Bretlandi tekur líka á morðmálum, uppbyggileg réttvísi og ég myndi vilja horfa þangað og til fleiri landa, eins og PUK í Danmörku. Það er engum til tekna að loka hann bara inni og henda lyklinum hvorki fyrir hann, og allra síst aðstandendum fórnarlambanna sem koma að þessu máli og okkar litla samfélagi. Nú þurfum við að fara úr moldarkofanum í þessum málaflokki og fara að vakna fyrir alvöru, staðreyndin er þessi: hingað eru nú þegar komin skipulögð glæpasamtök og hver haldið þið að séu fyrst að tilheyra þeim og leita viðurkenningar til að hífa sína veiku sjálfsmynd upp? Látum þetta mál okkar verða að kenningu af alvöru, byggjum þetta sérhæfða meðferðarheimili strax og svo ég endurtaki það einu sinni enn: Förum að marka af alvöru heildstæða stefnu í málefnum ungra afbrotamanna. Ég ætla að lokum að skora á fólk að kíkja á Facebook-síðuna „Hvernig fækkum við afbrotum barna“. Þar eru myndbönd og frá youth offending team og PUK meðal annars og fullt af fróðleik um hvernig er hægt að nálgast afbrot barna. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun