Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2025 14:32 Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar