1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2025 11:02 Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar