Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2025 19:02 Kristrún Frostadóttir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að ræða samskipti forsætisráðuneytisins í máli sem snertir þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks situr í nefndinni og spurði forsætisráðherra út í málið ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Visir/Anton Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert. Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira