Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 1. maí 2025 08:17 Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar