Mjöll Snæsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 12:45 Mjöll Snæsdóttir. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina. Andlát Fornminjar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina.
Andlát Fornminjar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent