Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 10:29 Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri Fréttarinnar. Hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til forseta í fyrra. Nýverið tapaði hún dómsmáli gegn Icelandair sem vísaði henni frá borði úr flugvél á leið frá Keflavíkurflugvelli. Fjölmiðlanefnd ætlar á fundi sínum þann 15. maí að taka til skoðunar umfjöllun vefmiðilsins Fréttarinnar um meinta hópnauðgun um páskana sem unnin var upp úr Facebook-færslu og lögregla kannast ekki við að hafa til rannsóknar. Þetta kemur í svari frá Fjölmiðlanefnd við fyrirspurn fréttastofu. Umræða um kynferðisofbeldi og sér í lagi hópnauðganir hefur verið hávær í samfélaginu undanfarna daga. Um miðjan apríl greindi Vísir frá því að sex hópnauðganir hefðu komið inn á borð lögreglu það sem af er ári. Um liðna helgi varð svo hávær umræða á samfélagsmiðlum þegar vefmiðillinn Fréttin fullyrti að hælisleitendur væru grunaðir um að hópnauðga sextán ára stúlku í Reykjavík um páskana. Erlendir menn hefðu nálgast stúlkuna á fólksbíl, hrifsað upp í bílinn og frelsissvipt. „Upptökur af frelsissviptingunni liggja fyrir hjá lögreglu samkvæmt sömu heimildum. Ekið var með stúlkuna á ótilgreindan stað þar sem mennirnir brutu á barninu kynferðislega og skiptust á að nauðga stúlkunni í um þrjár klukkustundir. Eftir að hafa níðst á stúlkunni klukkutímum saman, var ekið með hana í íbúð í Vesturbænum, þar sem fleiri menn héldu sig til og brutu þeir allir á henni í sjö klukkustundir til viðbótar. Mennirnir voru níu talsins í heildina,“ segir í umfjöllun Fréttarinnar sem enn er í birtingu. Fréttin umtalaða. Þá var haft eftir ónefndum heimildarmanni sem var sagður tengjast stúlkunni fjölskylduböndum að karlmennirnir væru frá Tyrklandi og Palestínu. Ekkert slíkt mál til rannsóknar Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ekkert mál væri til rannsóknar hjá embættinu sem geti passað við lýsingar á ætlaðri hópnauðgun um páskana. Engin tilkynning hefði borist um slíkt brot. Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, sagðist í samtali við Heimildina á mánudag standa við frétt sína „þangað til hið sanna kemur í ljós“. Hún viðurkenndi um leið að grunnurinn að greininni væri Facebook-færsla sem kona hefði birt og hún metið trúverðugan í ljósi fyrri umfjöllunar um hópnauðganir. Bylgja Hrönn hefur einnig staðfest við Fréttina að ekkert mál í líkingu við það sem vefurinn fjallaði um sé á borði lögreglu. Fréttin.is er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og á vef Fjölmiðlanefndar má finna ritstjórnarstefnu miðilisins. „Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags og er miðillinn stofnaður með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi sem við teljum vera einsleita og jafnvel byggða á þöggun og ritskoðun sem er andstætt lýðræðinu. Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um.“ Margrét ítrekaði síðast í gær í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið að Fréttin hefði fengið staðfestingu á málinu frá fyrstu hendi og verið væri að vinna að því vandlega. Þá sagði Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, í athugasemd við færslu Margrétar að allt sem hún segði væri satt og rétt. Hann væri bundinn trúnaði yfir vitneskju sinni. Þröstur hefur reglulega ratað í fréttirnar meðal annars þegar hann sagði bænahring í Reykjavík að þakka að ekki hefðu orðið mannfall við aurskriður á Seyðisfirði. Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Margrét sýknuð í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. 15. desember 2023 14:27 Nýtt upphaf Margrétar: „Búin að heita þessu nafni í rúma viku“ Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is heitir nú Margrét McArthur Friðriksdóttir. McArthur var millinafn afa hennar heitins. Hún kveðst afar ánægð með nýja nafnið sem setur ferskan blæ á líf hennar. 26. apríl 2024 15:30 Hætt við framboð og vonast eftir þjóðhollum og guðræknum forseta Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu. 28. mars 2024 17:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Þetta kemur í svari frá Fjölmiðlanefnd við fyrirspurn fréttastofu. Umræða um kynferðisofbeldi og sér í lagi hópnauðganir hefur verið hávær í samfélaginu undanfarna daga. Um miðjan apríl greindi Vísir frá því að sex hópnauðganir hefðu komið inn á borð lögreglu það sem af er ári. Um liðna helgi varð svo hávær umræða á samfélagsmiðlum þegar vefmiðillinn Fréttin fullyrti að hælisleitendur væru grunaðir um að hópnauðga sextán ára stúlku í Reykjavík um páskana. Erlendir menn hefðu nálgast stúlkuna á fólksbíl, hrifsað upp í bílinn og frelsissvipt. „Upptökur af frelsissviptingunni liggja fyrir hjá lögreglu samkvæmt sömu heimildum. Ekið var með stúlkuna á ótilgreindan stað þar sem mennirnir brutu á barninu kynferðislega og skiptust á að nauðga stúlkunni í um þrjár klukkustundir. Eftir að hafa níðst á stúlkunni klukkutímum saman, var ekið með hana í íbúð í Vesturbænum, þar sem fleiri menn héldu sig til og brutu þeir allir á henni í sjö klukkustundir til viðbótar. Mennirnir voru níu talsins í heildina,“ segir í umfjöllun Fréttarinnar sem enn er í birtingu. Fréttin umtalaða. Þá var haft eftir ónefndum heimildarmanni sem var sagður tengjast stúlkunni fjölskylduböndum að karlmennirnir væru frá Tyrklandi og Palestínu. Ekkert slíkt mál til rannsóknar Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ekkert mál væri til rannsóknar hjá embættinu sem geti passað við lýsingar á ætlaðri hópnauðgun um páskana. Engin tilkynning hefði borist um slíkt brot. Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, sagðist í samtali við Heimildina á mánudag standa við frétt sína „þangað til hið sanna kemur í ljós“. Hún viðurkenndi um leið að grunnurinn að greininni væri Facebook-færsla sem kona hefði birt og hún metið trúverðugan í ljósi fyrri umfjöllunar um hópnauðganir. Bylgja Hrönn hefur einnig staðfest við Fréttina að ekkert mál í líkingu við það sem vefurinn fjallaði um sé á borði lögreglu. Fréttin.is er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og á vef Fjölmiðlanefndar má finna ritstjórnarstefnu miðilisins. „Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags og er miðillinn stofnaður með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi sem við teljum vera einsleita og jafnvel byggða á þöggun og ritskoðun sem er andstætt lýðræðinu. Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um.“ Margrét ítrekaði síðast í gær í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið að Fréttin hefði fengið staðfestingu á málinu frá fyrstu hendi og verið væri að vinna að því vandlega. Þá sagði Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, í athugasemd við færslu Margrétar að allt sem hún segði væri satt og rétt. Hann væri bundinn trúnaði yfir vitneskju sinni. Þröstur hefur reglulega ratað í fréttirnar meðal annars þegar hann sagði bænahring í Reykjavík að þakka að ekki hefðu orðið mannfall við aurskriður á Seyðisfirði.
Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Margrét sýknuð í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. 15. desember 2023 14:27 Nýtt upphaf Margrétar: „Búin að heita þessu nafni í rúma viku“ Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is heitir nú Margrét McArthur Friðriksdóttir. McArthur var millinafn afa hennar heitins. Hún kveðst afar ánægð með nýja nafnið sem setur ferskan blæ á líf hennar. 26. apríl 2024 15:30 Hætt við framboð og vonast eftir þjóðhollum og guðræknum forseta Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu. 28. mars 2024 17:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Margrét sýknuð í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. 15. desember 2023 14:27
Nýtt upphaf Margrétar: „Búin að heita þessu nafni í rúma viku“ Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is heitir nú Margrét McArthur Friðriksdóttir. McArthur var millinafn afa hennar heitins. Hún kveðst afar ánægð með nýja nafnið sem setur ferskan blæ á líf hennar. 26. apríl 2024 15:30
Hætt við framboð og vonast eftir þjóðhollum og guðræknum forseta Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu. 28. mars 2024 17:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels