Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 10:44 Gámar við höfnina í Guangzhou í Kína. AP/Ng Han Guan Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Kína sem fjölmiðlar eins og Wall Street Journal hafa vísað í. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína, auk tolla á vörur frá fleiri ríkjum og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Trump hefur einni sett tolla á stál, ál og bíla og hefur heitið því að setja einni tolla á hálfleiðara og lyf. Trump hefur sakað önnur ríki um að koma illa fram við Bandaríkin og vera ósanngjörn. Hann hefur talað um að vilja nota tolla til að þvinga fyrirtæki til að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Hann boðaði snemma í apríl umfangsmikla tolla á ríki sem Bandaríkin eiga viðskiptahalla við en frestaði þeim svo um níutíu daga. Kínverjar selja mikið af vörum til Bandaríkjanna og benda þessar nýjustu tölur til þess að bandarískir innflytjendur hafi hætt að panta vörur frá Kína eða frestað kaupum sínum. Í aðdraganda tollanna höfðu bandarískir innflytjendur lagt mikið kapp á að koma sem mestum vörum til Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kína hafa brugðist við tollum Trumps með eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum og aðgerðum gegn bandarískum fyrirtækjum í Kína. Þeir hafa einnig takmarkað aðgengi Bandaríkjamanna að svokölluðum sjaldgæfum málmum, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknivara og hergagna en Kínverjar eru nánast einráðir á þeim markaði. Fregnir hafa borist af því að Trump ætli sér að lækka tolla á Kína en það hefur ekki gerst enn. Trump hefur haldið því fram að viðræður eigi sér stað milli kínverskra og bandarískra erindreka en því neita ráðamenn í Kína. Þeir segja engar slíkar viðræður eiga sér stað, enn sem komið er. Sjá einnig: Gefur eftir í tollastríði við Kína Ráðamenn í Kína hafa heitið aðgerðum til að létta undir með hagkerfinu, bæta aðgengi fyrirtækja að opinberum lánum. Þá stendur einnig til að reyna að auka innlenda eftirspurn og neyslu en hagfræðingar hafa þó strax breytt spám sínum um hagvöxt í Kína og búast við minni slíkum á þessu ári. Í frétt Reuters segir að hagfræðingar búist nú við um 3,5 prósenta hagvexti, í stað fimm prósenta, eins og búið var að spá. Samdráttur hefur einnig orðið í skipaflutningum til bandarískra hafna. Hagfræðingar hafa varað við því að tollar Trumps um viðskiptaátök Bandaríkjamanna við önnur ríki muni koma niður á hagkerfum víða um heim, draga úr vexti og auka hættuna á kreppu. Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58 Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. 29. apríl 2025 11:55 Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. 29. apríl 2025 11:19 Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29. apríl 2025 10:33 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Kína sem fjölmiðlar eins og Wall Street Journal hafa vísað í. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína, auk tolla á vörur frá fleiri ríkjum og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Trump hefur einni sett tolla á stál, ál og bíla og hefur heitið því að setja einni tolla á hálfleiðara og lyf. Trump hefur sakað önnur ríki um að koma illa fram við Bandaríkin og vera ósanngjörn. Hann hefur talað um að vilja nota tolla til að þvinga fyrirtæki til að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Hann boðaði snemma í apríl umfangsmikla tolla á ríki sem Bandaríkin eiga viðskiptahalla við en frestaði þeim svo um níutíu daga. Kínverjar selja mikið af vörum til Bandaríkjanna og benda þessar nýjustu tölur til þess að bandarískir innflytjendur hafi hætt að panta vörur frá Kína eða frestað kaupum sínum. Í aðdraganda tollanna höfðu bandarískir innflytjendur lagt mikið kapp á að koma sem mestum vörum til Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kína hafa brugðist við tollum Trumps með eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum og aðgerðum gegn bandarískum fyrirtækjum í Kína. Þeir hafa einnig takmarkað aðgengi Bandaríkjamanna að svokölluðum sjaldgæfum málmum, sem eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknivara og hergagna en Kínverjar eru nánast einráðir á þeim markaði. Fregnir hafa borist af því að Trump ætli sér að lækka tolla á Kína en það hefur ekki gerst enn. Trump hefur haldið því fram að viðræður eigi sér stað milli kínverskra og bandarískra erindreka en því neita ráðamenn í Kína. Þeir segja engar slíkar viðræður eiga sér stað, enn sem komið er. Sjá einnig: Gefur eftir í tollastríði við Kína Ráðamenn í Kína hafa heitið aðgerðum til að létta undir með hagkerfinu, bæta aðgengi fyrirtækja að opinberum lánum. Þá stendur einnig til að reyna að auka innlenda eftirspurn og neyslu en hagfræðingar hafa þó strax breytt spám sínum um hagvöxt í Kína og búast við minni slíkum á þessu ári. Í frétt Reuters segir að hagfræðingar búist nú við um 3,5 prósenta hagvexti, í stað fimm prósenta, eins og búið var að spá. Samdráttur hefur einnig orðið í skipaflutningum til bandarískra hafna. Hagfræðingar hafa varað við því að tollar Trumps um viðskiptaátök Bandaríkjamanna við önnur ríki muni koma niður á hagkerfum víða um heim, draga úr vexti og auka hættuna á kreppu.
Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58 Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. 29. apríl 2025 11:55 Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. 29. apríl 2025 11:19 Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29. apríl 2025 10:33 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum. 30. apríl 2025 06:58
Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. 29. apríl 2025 11:55
Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. 29. apríl 2025 11:19
Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum. 29. apríl 2025 10:33