Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Fyrst nokkur atriði um fundinn. Hann var illa skipulagður. Fundur hófst kl. 17. 30 og klukkan 19. þurftu fundarmenn að fara í annan sal þar sem kóræfing var að hefjast. Við það tvístraðist hópurinn. Landsvirkjun og Vegagerðin höfðu þá kynnt Hvammsvirkjun og raskið í kringum hana. Þarna leystist fundurinn upp og íbúar sem vildu ræða málin gátu það ekki nema maður á mann. Það vakti athygli mína að ekki var auðvelt að ná tali af aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar þar sem hún var í fjörugum hrókasamræðum við oddvita svetarfélagsins. Þarna leið mér eins og ég væri kominn í álfheima eða tröllheima þar sem menn voru lokkaðir. Ég hélt að þarna hefði átt að vera tækifæri fyrir óbreytta að ræða m.a. við aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þessi framkoma ykkar finnst mér algjörlega óboðleg. Það er ekki nóg að tala við jáfólkið. En því miður í samræmi við undirbúningsferli fyrir Hvammsvirkjun. Heimagerðir sérfræðingar Landsvirkjunar Eftir að hafa fylgst með þróun mála, hvað varðar Hvammsvirkjun og fleiri virkjanir í neðri hluta Þjórsár sýnist mér, að Landsvirkjun hlusti ekki á neina nema eigin sérfræðinga. Það virðist sama þó fagmenn á ýmsum sviðum, bendi á hluti sem komi alls ekki til með að ganga upp, þá virðist Landsvirkjun yppa öxlum og gera liíð úr áliti annarra. Seiðafleytur þær sem Landsvirkjun ætlar að setja upp hafa hvergi virkað. Með Hvammsvirkjun setur Landsvirkjun laxastofninn í Þjórsá í mikla hættu og óvissu. Landsvirkjun virðist áskilja sér rétt til að gera óafturkræfar tilraunir með laxastofninn og vona það besta. Þá skellir Landsvirkjun skollaeyrum við ógninni sem stafar af virkjun á virku gos- og sprungusvæði í byggð. Þar sem mér hafa ekki borist svör við spurningum sem ég sendi á Landsvirkjun í desember síðastliðnum, sé ég mig knúinn til að spyrja með þessum hætti. Ég hef ítrekað beðið um svör og framan af var talað um að verið væri að taka þau saman en síðar var mér boðið í kaffispjall. Góðir grannar Landsvirkjun hefur á heimasíðu sinni og greinaskrifum starfsmanna eytt nokkru púðri í að sannfæra okkur nágranna Þjórsár og aðra landsmenn um að hún sé góður granni. Vissulega hefur Landsvirkjun gert margt gott fyrir samfélagið. Það ber að virða og meta. Það ætla ég ekki að tíunda hér en vísa á greinaskrif Landsvirkjunarfólks og á heimasíðu hennar. Mín tilfinnig er ekki að það eitt að vera sammála í einu og öllu geri fólk að góðum grönnum. Vinur er sá sem til vamms segir. Ætli það eigi ekki líka við um góða granna. Í mbl.is 5.3.25 kemur m.a. fram. „Dæmi eru um það að tekjur sem skila sér til sveitarfélaga frá orkumannvirkjum séu minni en sú skerðing á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem fylgir iðulega í kjölfarið á auknum tekjum. Sveitarfélög verða því jafnvel fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess að orkumannvirki eru reist á landi þeirra.“ Á sama stað segir oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og er hreint ekki sannfærður um að nærsamfélagið græði mikið beint á virkjununum. Hann segir m.a. „Vð í sveitarfélaginu lögðum fram mjög ítarleg gögn sem voru reiknuð út af KPMG árið 2023 og þar sýndum við samspil þessara þátta í okkar sveitarfélagi, í sumum tilfellum erum við í beinu tapi en í öðrum tilfellum í örlitlum ávinningi en raunverulegi ávinningur af þessari miklu orkuframleiðslu var ekki að skila sér til okkar í núverandi skattaumhverfi,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Hér koma svo spurningar sem ég ég hef ekki enn fengið svör við og óska nú eftir svörum. Finnst Lv. eðlilegt að stórum hluta úrelt 20 ára umhverfismat sé notað? Hvorki er tekið tillit til lífríkis, lífrræðilegrar fjölbreytni, laga um stjórn vatnamála, loftslagsmála né heldur fjölda alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Er eðlilegt að Lv. sé byrjuð að leggja vegi og fleira þrátt fyrir dóm Héraðsdóms? Löglegt segja menn en mér finnst það siðlaust. Er forsvaranlegt að fulltrúar Lv. séu komnir inn á gafl hjá meirihluta hreppsnefndar rétt fyrir leyfisveitingu. Er slík hegðun ekki íþyngjandi fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að veita framkvæmdaleyfi? Ég óska hér með eftir fundargerð af þeim fundi. Hefur Landsvirkjun engar áhyggjur af 400 ha lóni á jarðfræðilega virku og síkviku sprungusvæði í byggð? Er áhættumat frá 2008 ásættanlegt og er það rétt að það sé bara miðað við íbúðarhúsnæði? Hefur Lv. engar áhyggjur af laxastofninum í Þjórsá, lífræðilegri fjölbreytni og ábyrgðartegundum eins og spóa og fleiri fuglum? Ekkert mat er gert á áhrifum framkvæmdar á árósa Þjórsár. Í hvað á orkan frá Hvamsvirkjun að fara; fer hún í orkuskipti innanlands, forgang heimila eða hvað? Hvaða samningar liggja undir? Óska hér með eftir formlegu svari við því. Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Fyrst nokkur atriði um fundinn. Hann var illa skipulagður. Fundur hófst kl. 17. 30 og klukkan 19. þurftu fundarmenn að fara í annan sal þar sem kóræfing var að hefjast. Við það tvístraðist hópurinn. Landsvirkjun og Vegagerðin höfðu þá kynnt Hvammsvirkjun og raskið í kringum hana. Þarna leystist fundurinn upp og íbúar sem vildu ræða málin gátu það ekki nema maður á mann. Það vakti athygli mína að ekki var auðvelt að ná tali af aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar þar sem hún var í fjörugum hrókasamræðum við oddvita svetarfélagsins. Þarna leið mér eins og ég væri kominn í álfheima eða tröllheima þar sem menn voru lokkaðir. Ég hélt að þarna hefði átt að vera tækifæri fyrir óbreytta að ræða m.a. við aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þessi framkoma ykkar finnst mér algjörlega óboðleg. Það er ekki nóg að tala við jáfólkið. En því miður í samræmi við undirbúningsferli fyrir Hvammsvirkjun. Heimagerðir sérfræðingar Landsvirkjunar Eftir að hafa fylgst með þróun mála, hvað varðar Hvammsvirkjun og fleiri virkjanir í neðri hluta Þjórsár sýnist mér, að Landsvirkjun hlusti ekki á neina nema eigin sérfræðinga. Það virðist sama þó fagmenn á ýmsum sviðum, bendi á hluti sem komi alls ekki til með að ganga upp, þá virðist Landsvirkjun yppa öxlum og gera liíð úr áliti annarra. Seiðafleytur þær sem Landsvirkjun ætlar að setja upp hafa hvergi virkað. Með Hvammsvirkjun setur Landsvirkjun laxastofninn í Þjórsá í mikla hættu og óvissu. Landsvirkjun virðist áskilja sér rétt til að gera óafturkræfar tilraunir með laxastofninn og vona það besta. Þá skellir Landsvirkjun skollaeyrum við ógninni sem stafar af virkjun á virku gos- og sprungusvæði í byggð. Þar sem mér hafa ekki borist svör við spurningum sem ég sendi á Landsvirkjun í desember síðastliðnum, sé ég mig knúinn til að spyrja með þessum hætti. Ég hef ítrekað beðið um svör og framan af var talað um að verið væri að taka þau saman en síðar var mér boðið í kaffispjall. Góðir grannar Landsvirkjun hefur á heimasíðu sinni og greinaskrifum starfsmanna eytt nokkru púðri í að sannfæra okkur nágranna Þjórsár og aðra landsmenn um að hún sé góður granni. Vissulega hefur Landsvirkjun gert margt gott fyrir samfélagið. Það ber að virða og meta. Það ætla ég ekki að tíunda hér en vísa á greinaskrif Landsvirkjunarfólks og á heimasíðu hennar. Mín tilfinnig er ekki að það eitt að vera sammála í einu og öllu geri fólk að góðum grönnum. Vinur er sá sem til vamms segir. Ætli það eigi ekki líka við um góða granna. Í mbl.is 5.3.25 kemur m.a. fram. „Dæmi eru um það að tekjur sem skila sér til sveitarfélaga frá orkumannvirkjum séu minni en sú skerðing á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem fylgir iðulega í kjölfarið á auknum tekjum. Sveitarfélög verða því jafnvel fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess að orkumannvirki eru reist á landi þeirra.“ Á sama stað segir oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og er hreint ekki sannfærður um að nærsamfélagið græði mikið beint á virkjununum. Hann segir m.a. „Vð í sveitarfélaginu lögðum fram mjög ítarleg gögn sem voru reiknuð út af KPMG árið 2023 og þar sýndum við samspil þessara þátta í okkar sveitarfélagi, í sumum tilfellum erum við í beinu tapi en í öðrum tilfellum í örlitlum ávinningi en raunverulegi ávinningur af þessari miklu orkuframleiðslu var ekki að skila sér til okkar í núverandi skattaumhverfi,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Hér koma svo spurningar sem ég ég hef ekki enn fengið svör við og óska nú eftir svörum. Finnst Lv. eðlilegt að stórum hluta úrelt 20 ára umhverfismat sé notað? Hvorki er tekið tillit til lífríkis, lífrræðilegrar fjölbreytni, laga um stjórn vatnamála, loftslagsmála né heldur fjölda alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Er eðlilegt að Lv. sé byrjuð að leggja vegi og fleira þrátt fyrir dóm Héraðsdóms? Löglegt segja menn en mér finnst það siðlaust. Er forsvaranlegt að fulltrúar Lv. séu komnir inn á gafl hjá meirihluta hreppsnefndar rétt fyrir leyfisveitingu. Er slík hegðun ekki íþyngjandi fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að veita framkvæmdaleyfi? Ég óska hér með eftir fundargerð af þeim fundi. Hefur Landsvirkjun engar áhyggjur af 400 ha lóni á jarðfræðilega virku og síkviku sprungusvæði í byggð? Er áhættumat frá 2008 ásættanlegt og er það rétt að það sé bara miðað við íbúðarhúsnæði? Hefur Lv. engar áhyggjur af laxastofninum í Þjórsá, lífræðilegri fjölbreytni og ábyrgðartegundum eins og spóa og fleiri fuglum? Ekkert mat er gert á áhrifum framkvæmdar á árósa Þjórsár. Í hvað á orkan frá Hvamsvirkjun að fara; fer hún í orkuskipti innanlands, forgang heimila eða hvað? Hvaða samningar liggja undir? Óska hér með eftir formlegu svari við því. Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar