Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Fyrst nokkur atriði um fundinn. Hann var illa skipulagður. Fundur hófst kl. 17. 30 og klukkan 19. þurftu fundarmenn að fara í annan sal þar sem kóræfing var að hefjast. Við það tvístraðist hópurinn. Landsvirkjun og Vegagerðin höfðu þá kynnt Hvammsvirkjun og raskið í kringum hana. Þarna leystist fundurinn upp og íbúar sem vildu ræða málin gátu það ekki nema maður á mann. Það vakti athygli mína að ekki var auðvelt að ná tali af aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar þar sem hún var í fjörugum hrókasamræðum við oddvita svetarfélagsins. Þarna leið mér eins og ég væri kominn í álfheima eða tröllheima þar sem menn voru lokkaðir. Ég hélt að þarna hefði átt að vera tækifæri fyrir óbreytta að ræða m.a. við aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þessi framkoma ykkar finnst mér algjörlega óboðleg. Það er ekki nóg að tala við jáfólkið. En því miður í samræmi við undirbúningsferli fyrir Hvammsvirkjun. Heimagerðir sérfræðingar Landsvirkjunar Eftir að hafa fylgst með þróun mála, hvað varðar Hvammsvirkjun og fleiri virkjanir í neðri hluta Þjórsár sýnist mér, að Landsvirkjun hlusti ekki á neina nema eigin sérfræðinga. Það virðist sama þó fagmenn á ýmsum sviðum, bendi á hluti sem komi alls ekki til með að ganga upp, þá virðist Landsvirkjun yppa öxlum og gera liíð úr áliti annarra. Seiðafleytur þær sem Landsvirkjun ætlar að setja upp hafa hvergi virkað. Með Hvammsvirkjun setur Landsvirkjun laxastofninn í Þjórsá í mikla hættu og óvissu. Landsvirkjun virðist áskilja sér rétt til að gera óafturkræfar tilraunir með laxastofninn og vona það besta. Þá skellir Landsvirkjun skollaeyrum við ógninni sem stafar af virkjun á virku gos- og sprungusvæði í byggð. Þar sem mér hafa ekki borist svör við spurningum sem ég sendi á Landsvirkjun í desember síðastliðnum, sé ég mig knúinn til að spyrja með þessum hætti. Ég hef ítrekað beðið um svör og framan af var talað um að verið væri að taka þau saman en síðar var mér boðið í kaffispjall. Góðir grannar Landsvirkjun hefur á heimasíðu sinni og greinaskrifum starfsmanna eytt nokkru púðri í að sannfæra okkur nágranna Þjórsár og aðra landsmenn um að hún sé góður granni. Vissulega hefur Landsvirkjun gert margt gott fyrir samfélagið. Það ber að virða og meta. Það ætla ég ekki að tíunda hér en vísa á greinaskrif Landsvirkjunarfólks og á heimasíðu hennar. Mín tilfinnig er ekki að það eitt að vera sammála í einu og öllu geri fólk að góðum grönnum. Vinur er sá sem til vamms segir. Ætli það eigi ekki líka við um góða granna. Í mbl.is 5.3.25 kemur m.a. fram. „Dæmi eru um það að tekjur sem skila sér til sveitarfélaga frá orkumannvirkjum séu minni en sú skerðing á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem fylgir iðulega í kjölfarið á auknum tekjum. Sveitarfélög verða því jafnvel fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess að orkumannvirki eru reist á landi þeirra.“ Á sama stað segir oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og er hreint ekki sannfærður um að nærsamfélagið græði mikið beint á virkjununum. Hann segir m.a. „Vð í sveitarfélaginu lögðum fram mjög ítarleg gögn sem voru reiknuð út af KPMG árið 2023 og þar sýndum við samspil þessara þátta í okkar sveitarfélagi, í sumum tilfellum erum við í beinu tapi en í öðrum tilfellum í örlitlum ávinningi en raunverulegi ávinningur af þessari miklu orkuframleiðslu var ekki að skila sér til okkar í núverandi skattaumhverfi,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Hér koma svo spurningar sem ég ég hef ekki enn fengið svör við og óska nú eftir svörum. Finnst Lv. eðlilegt að stórum hluta úrelt 20 ára umhverfismat sé notað? Hvorki er tekið tillit til lífríkis, lífrræðilegrar fjölbreytni, laga um stjórn vatnamála, loftslagsmála né heldur fjölda alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Er eðlilegt að Lv. sé byrjuð að leggja vegi og fleira þrátt fyrir dóm Héraðsdóms? Löglegt segja menn en mér finnst það siðlaust. Er forsvaranlegt að fulltrúar Lv. séu komnir inn á gafl hjá meirihluta hreppsnefndar rétt fyrir leyfisveitingu. Er slík hegðun ekki íþyngjandi fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að veita framkvæmdaleyfi? Ég óska hér með eftir fundargerð af þeim fundi. Hefur Landsvirkjun engar áhyggjur af 400 ha lóni á jarðfræðilega virku og síkviku sprungusvæði í byggð? Er áhættumat frá 2008 ásættanlegt og er það rétt að það sé bara miðað við íbúðarhúsnæði? Hefur Lv. engar áhyggjur af laxastofninum í Þjórsá, lífræðilegri fjölbreytni og ábyrgðartegundum eins og spóa og fleiri fuglum? Ekkert mat er gert á áhrifum framkvæmdar á árósa Þjórsár. Í hvað á orkan frá Hvamsvirkjun að fara; fer hún í orkuskipti innanlands, forgang heimila eða hvað? Hvaða samningar liggja undir? Óska hér með eftir formlegu svari við því. Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Fyrst nokkur atriði um fundinn. Hann var illa skipulagður. Fundur hófst kl. 17. 30 og klukkan 19. þurftu fundarmenn að fara í annan sal þar sem kóræfing var að hefjast. Við það tvístraðist hópurinn. Landsvirkjun og Vegagerðin höfðu þá kynnt Hvammsvirkjun og raskið í kringum hana. Þarna leystist fundurinn upp og íbúar sem vildu ræða málin gátu það ekki nema maður á mann. Það vakti athygli mína að ekki var auðvelt að ná tali af aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar þar sem hún var í fjörugum hrókasamræðum við oddvita svetarfélagsins. Þarna leið mér eins og ég væri kominn í álfheima eða tröllheima þar sem menn voru lokkaðir. Ég hélt að þarna hefði átt að vera tækifæri fyrir óbreytta að ræða m.a. við aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þessi framkoma ykkar finnst mér algjörlega óboðleg. Það er ekki nóg að tala við jáfólkið. En því miður í samræmi við undirbúningsferli fyrir Hvammsvirkjun. Heimagerðir sérfræðingar Landsvirkjunar Eftir að hafa fylgst með þróun mála, hvað varðar Hvammsvirkjun og fleiri virkjanir í neðri hluta Þjórsár sýnist mér, að Landsvirkjun hlusti ekki á neina nema eigin sérfræðinga. Það virðist sama þó fagmenn á ýmsum sviðum, bendi á hluti sem komi alls ekki til með að ganga upp, þá virðist Landsvirkjun yppa öxlum og gera liíð úr áliti annarra. Seiðafleytur þær sem Landsvirkjun ætlar að setja upp hafa hvergi virkað. Með Hvammsvirkjun setur Landsvirkjun laxastofninn í Þjórsá í mikla hættu og óvissu. Landsvirkjun virðist áskilja sér rétt til að gera óafturkræfar tilraunir með laxastofninn og vona það besta. Þá skellir Landsvirkjun skollaeyrum við ógninni sem stafar af virkjun á virku gos- og sprungusvæði í byggð. Þar sem mér hafa ekki borist svör við spurningum sem ég sendi á Landsvirkjun í desember síðastliðnum, sé ég mig knúinn til að spyrja með þessum hætti. Ég hef ítrekað beðið um svör og framan af var talað um að verið væri að taka þau saman en síðar var mér boðið í kaffispjall. Góðir grannar Landsvirkjun hefur á heimasíðu sinni og greinaskrifum starfsmanna eytt nokkru púðri í að sannfæra okkur nágranna Þjórsár og aðra landsmenn um að hún sé góður granni. Vissulega hefur Landsvirkjun gert margt gott fyrir samfélagið. Það ber að virða og meta. Það ætla ég ekki að tíunda hér en vísa á greinaskrif Landsvirkjunarfólks og á heimasíðu hennar. Mín tilfinnig er ekki að það eitt að vera sammála í einu og öllu geri fólk að góðum grönnum. Vinur er sá sem til vamms segir. Ætli það eigi ekki líka við um góða granna. Í mbl.is 5.3.25 kemur m.a. fram. „Dæmi eru um það að tekjur sem skila sér til sveitarfélaga frá orkumannvirkjum séu minni en sú skerðing á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem fylgir iðulega í kjölfarið á auknum tekjum. Sveitarfélög verða því jafnvel fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess að orkumannvirki eru reist á landi þeirra.“ Á sama stað segir oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og er hreint ekki sannfærður um að nærsamfélagið græði mikið beint á virkjununum. Hann segir m.a. „Vð í sveitarfélaginu lögðum fram mjög ítarleg gögn sem voru reiknuð út af KPMG árið 2023 og þar sýndum við samspil þessara þátta í okkar sveitarfélagi, í sumum tilfellum erum við í beinu tapi en í öðrum tilfellum í örlitlum ávinningi en raunverulegi ávinningur af þessari miklu orkuframleiðslu var ekki að skila sér til okkar í núverandi skattaumhverfi,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Hér koma svo spurningar sem ég ég hef ekki enn fengið svör við og óska nú eftir svörum. Finnst Lv. eðlilegt að stórum hluta úrelt 20 ára umhverfismat sé notað? Hvorki er tekið tillit til lífríkis, lífrræðilegrar fjölbreytni, laga um stjórn vatnamála, loftslagsmála né heldur fjölda alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Er eðlilegt að Lv. sé byrjuð að leggja vegi og fleira þrátt fyrir dóm Héraðsdóms? Löglegt segja menn en mér finnst það siðlaust. Er forsvaranlegt að fulltrúar Lv. séu komnir inn á gafl hjá meirihluta hreppsnefndar rétt fyrir leyfisveitingu. Er slík hegðun ekki íþyngjandi fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að veita framkvæmdaleyfi? Ég óska hér með eftir fundargerð af þeim fundi. Hefur Landsvirkjun engar áhyggjur af 400 ha lóni á jarðfræðilega virku og síkviku sprungusvæði í byggð? Er áhættumat frá 2008 ásættanlegt og er það rétt að það sé bara miðað við íbúðarhúsnæði? Hefur Lv. engar áhyggjur af laxastofninum í Þjórsá, lífræðilegri fjölbreytni og ábyrgðartegundum eins og spóa og fleiri fuglum? Ekkert mat er gert á áhrifum framkvæmdar á árósa Þjórsár. Í hvað á orkan frá Hvamsvirkjun að fara; fer hún í orkuskipti innanlands, forgang heimila eða hvað? Hvaða samningar liggja undir? Óska hér með eftir formlegu svari við því. Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar