Viðskipti innlent

Verð­bólga eykst hressi­lega og fer aftur yfir fjögur prósent

Árni Sæberg skrifar
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 20 prósent milli mánaða.
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 20 prósent milli mánaða. Vísir/Vilhelm

Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum, 4,2 prósent.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2025, sé 649,7 stig og hækki um 0,93 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 522,0 stig og hækki um 0,93 prósent frá mars 2025.

Verð á mat og drykkjarvörum hafi hækkað um 0,8 prósent, áhrif á vísitöluna 0,12 prósent, og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæð, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 1,1 prósent og haft 0,22 prósenta áhrif á vísitöluna. Flugfargjöld til útlanda hafi einnig hækkað um 20,4 prósent og haft 0,40 prósenta áhrif á vísitöluna.

Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2025, sem sé 649,7 stig, gildi til verðtryggingar í júní 2025.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×