Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar 29. apríl 2025 09:33 Um nokkurt skeið hefur andvarp stjórnmálamanna ómað. Þeir segjast hafa áttað sig á að skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti dugi ekki til að fylla upp í holurnar í vegunum. Landsmenn hafa keypt sparneytna bíla og borga minni skatta per haus eða bíl. Þannig hefur kerfið verið upp byggt en sanngirni kerfisins segja stjórnmálamennirnir farna út um gluggann. Uppreistar tekjur Það er hin yfirlýsta forsenda stjórnmálanna að skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti eigi að hækka og jafnframt að aukast á sama hraða og nemur vexti landsframleiðslu. Ítrekað hefur komið fram af hálfu stjórnvalda að kerfisbreytingum skattlagningar ökutækja og eldsneytis sé ætlað að tryggja að tekjurnar nemi 1,7% af vergri landsframleiðslu. Til að því marki verði náð þurfa tekjurnar að vaxa 13% umfram vöxt landsframleiðslu á næstu árum. Auðsætt er að í þessu felast áform um skattahækkanir. Vegamál eru mikilvæg Það er alveg ljóst að vegamálum hefur ekki verið sinnt af fyrirhyggju. Af fréttum að dæma blasir sú staða við að uppbygging og viðhald vega hefur ekki haldið í við þróun atvinnulífs og þarfir íbúa. Ástandið veldur óhagræði og í sumum tilvikum tjóni sem einstaklingar, fyrirtæki og tryggingafélög bera. Á þetta hefur ítrekað verið bent. Góð vegamannvirki eru ekki aðeins gagnleg m.t.t. þátttöku í samfélaginu og sem trygging fyrir aðgengi að þjónustu heldur eru þau ein helsta forsendna verðmætasköpunar. Við búum ekki öll og störfum við inn- og útflutningshafnir. Vegamál eru því í senn samfélagsmál, efnahagsmál og í raun mikilvægur þáttur grunnþjónustu. Tilvist vegamannvirkja skapar atvinnulífinu tækifæri til tekjuöflunar og góð vegamannvirki stuðla að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Ef þið trúið mér ekki spyrjið bara Vestfirðinga. Skatttekjur umfram útgjöld Á myndinni hér að neðan má sjá samhengi skatttöku af eigendum ökutækja og útgjalda til vegamála frá árinu 2017. Veruleikinn og tölurnar gefa til kynna að stjórnmálamenn hafi staðið frammi fyrir tveimur álitaefnum sem fyrir liggur að þeir hafa ekki ráðið almennilega við, annars vegar forgangsröðun ríkisfjármuna í þágu vegamála og hins vegar að tryggja stöðugleika m.t.t. tekjuöflunar. Ábata einstakra framkvæmda er unnt að draga fram en slíku mati hafa stjórnmálin ekki alltaf fylgt. Fyrir vikið blasir skyndilega við alvarleg innviðskuld og, í huga stjórnmálanna, brött tekjuþörf. Það er ekki ósanngjörn krafa að nægilegu fjármagni sé á hverjum tíma veitt í vegamál. Stjórnvöld þurfa að gæta að sér og huga að áhrifum framkvæmdaþunga á verðlagsþróun en það ætti að vera sjálfsagður hluti fyrirhyggju. Hvert er planið? Ríkisstjórnin hefur kynnt þingmál þar sem lagt er upp með að auka beinar og óbeinar álögur á fyrirtæki og einstaklinga í þágu vega-, umhverfis- og sjávarútvegsmála. Í flestum tilvikum er vísað til orða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þar sem því er m.a. lofað að kyrrstaða verði rofin og unnið verði að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi. Þessu ætlar ríkisstjórnin sér m.a. að ná með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Beinum orðum segir „Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu.“ Fjármála- og efnahagsráðherra hefur einnig auðnast að koma lykilsetningu fyrir í greinargerð þingsályktunartillögu til fjármálaáætlunar 2025–2029 þar sem kemur fram að innviðaskuld sé farin að hamla verðmætasköpun. Tekjur af veiðigjaldshækkun eiga m.a. að fara í vegagerð um allt land segir á heimasíðu ráðuneytis ráðherrans. Stjórnmálamenn virðast hafi áttað sig á því að samgöngur og vöruflutningar eru mikilvægur hluti virðiskeðju verðmætasköpunar. Getur verið að þeir hafi öðlast skilning á því vörubílstjórar séu ekki að gera það að leik sínum að flytja þungan farm heldur séu þeir í raun virkir þátttakendur í verðmætasköpuninni? Getur verið að þeir hafi áttað sig á því samhengi hlutanna að án samgangna, þ. á m. hagkvæmra vöruflutninga, værum við öll fátækari? Á myndinni hér að neðan ber að líta samanburð framlaga til vegamála samkvæmt þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2025–2029 og þeirra áforma um skattahækkanir sem hafa verið kynntar undir heitunum kílómetragjald, veiðigjald og viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Vissulega er þetta aukning framlaga og það er jákvætt. En í hvað á hluti tekjuaukans að fara? Einfaldanir Fyrir stjórnmálin er það ekki sérstaklega góður sölupunktur að flagga skattlagningarviðmiði sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu. Fæstir skilja merkinguna, niðurstöðuna og hvað þá forsendurnar. Til að mynda er það aldrei rætt að nafnverð landsframleiðslu getur hækkað sökum verðbólgu en árið 2023 óx landsframleiðsla um tæplega 12% að nafnverði en aðeins 5,6% að raunvirði. Á sama tíma hækkuðu skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti á um nær 18% milli ára á nafnverði. Af þessum sökum hafa stjórnmálin gripið til einfaldana sem margar fela það í sér að bent er á sökudólga. Fyrri ríkisstjórnir hafa staðið sig illa, rafbílaeigendur og eigendur sparneytinna bíla hafa greitt of lítið, sá sem eitt sinn greiddi lága skatta af kórollunni sinni greiði hlutfallslega háa skatta í dag, vörubílstjórar eru á of þungum bílum og jafnvel að sjávarútvegurinn hafi ekki skilað sínu og þannig tekið þátt í að búa til innviðaskuld. Úr verða markmið á borð við það að fólk og fyrirtæki skuli nú byrja að greiða í samræmi við notkun og þá sérstaklega fyrirtækin. Svo er lofað að taka hart á slíkum hópum með því að gera breytingar á skattkerfum og herða eftirlit. Er til of mikils ætlast að stjórnmálamenn verði hreinskilnir og segi það berum orðum að þeir hyggjast hækka skatta umfram framlög til vegamála? Aðspurð segja stjórnmálin þetta ekki skattahækkanir heldur leiðréttingar, ekki fela í sér landsbyggðarskatta heldur greiðslur inn á innviðaskuldir, ekki grundvallast á óforsjálni stjórnmála heldur viðbrögð við hegðun vörubílstjóra. Undir slíkum skilaboðum getur verið ágætt að líta til orða heimspekingsins Caleb Johnson, í minni eigin þýðingu: Almennt hefur tungutak stjórnmálanna þann tilgang að hafa áhrif á tilfinningu manna fyrir aðstæðum og atburðum þannig að gagnist hagsmunum stjórnmálamanna og flokkum þeirra óháð því hvort hagsmunirnir samræmist hagsmunum tilheyrenda. Tungutakinu er ekki ætlað að stuðla að því að mál verði tekin til íhugunar og skoðunar heldur að leysa stjórnmálin undan slíkum verkefnum. Í verstu tilvikunum er lítill eða engin áhugi á því að samræmi ríki milli orða og veruleika. Merking orða hefur þá vikið fyrir tilætluðum áhrifum; sannleikurinn orðið metnaði undirsettur. Skattar eru skattar þó einhverjir haldi öðru fram. Skattar sem rata út í verðlag og leggjast þannig óbeina byrði á þegnana, m.a. úti á landi, eru líka skattar. Og þegar skattar hækka þá hækka þeir. Alþingi ákveður einhliða að þeir skuli á lagðir og greiðsluskylda skatta er ekki háð einhverskonar samkomulagi eða veittri þjónustu. Það er ekki til neitt sem heitir leiðréttingarregla í skattarétti. Þú tryggir ekki eftir á Þegar stjórnmálin halda því á lofti að skattar skuli nú byrja að renna til vegamála skapast væntingar. Vandi stjórnmálanna kristallast hins vegar í vantrausti sem ríkir gagnvart því loforði sem hefur reglulega verið gefið og er nú endurgefið í tengslum við ýmsar skattahækkanir, þ.e. að tekjur af skattlagningu ökutækja og eldsneytis verði nýttar við uppbyggingu og viðhald samgöngumannvirkja. Eigi einhver sátt að ríkja verður hreinlega til þess að koma að veitt verði trygging fyrir því að tekjurnar renni sannarlega til þess verkefnis að tryggja íbúum landsins betri samgöngur og atvinnurekendum betra færi á að sinna verðmætasköpun. Höfundur: Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Vegagerð Samgöngur Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur andvarp stjórnmálamanna ómað. Þeir segjast hafa áttað sig á að skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti dugi ekki til að fylla upp í holurnar í vegunum. Landsmenn hafa keypt sparneytna bíla og borga minni skatta per haus eða bíl. Þannig hefur kerfið verið upp byggt en sanngirni kerfisins segja stjórnmálamennirnir farna út um gluggann. Uppreistar tekjur Það er hin yfirlýsta forsenda stjórnmálanna að skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti eigi að hækka og jafnframt að aukast á sama hraða og nemur vexti landsframleiðslu. Ítrekað hefur komið fram af hálfu stjórnvalda að kerfisbreytingum skattlagningar ökutækja og eldsneytis sé ætlað að tryggja að tekjurnar nemi 1,7% af vergri landsframleiðslu. Til að því marki verði náð þurfa tekjurnar að vaxa 13% umfram vöxt landsframleiðslu á næstu árum. Auðsætt er að í þessu felast áform um skattahækkanir. Vegamál eru mikilvæg Það er alveg ljóst að vegamálum hefur ekki verið sinnt af fyrirhyggju. Af fréttum að dæma blasir sú staða við að uppbygging og viðhald vega hefur ekki haldið í við þróun atvinnulífs og þarfir íbúa. Ástandið veldur óhagræði og í sumum tilvikum tjóni sem einstaklingar, fyrirtæki og tryggingafélög bera. Á þetta hefur ítrekað verið bent. Góð vegamannvirki eru ekki aðeins gagnleg m.t.t. þátttöku í samfélaginu og sem trygging fyrir aðgengi að þjónustu heldur eru þau ein helsta forsendna verðmætasköpunar. Við búum ekki öll og störfum við inn- og útflutningshafnir. Vegamál eru því í senn samfélagsmál, efnahagsmál og í raun mikilvægur þáttur grunnþjónustu. Tilvist vegamannvirkja skapar atvinnulífinu tækifæri til tekjuöflunar og góð vegamannvirki stuðla að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Ef þið trúið mér ekki spyrjið bara Vestfirðinga. Skatttekjur umfram útgjöld Á myndinni hér að neðan má sjá samhengi skatttöku af eigendum ökutækja og útgjalda til vegamála frá árinu 2017. Veruleikinn og tölurnar gefa til kynna að stjórnmálamenn hafi staðið frammi fyrir tveimur álitaefnum sem fyrir liggur að þeir hafa ekki ráðið almennilega við, annars vegar forgangsröðun ríkisfjármuna í þágu vegamála og hins vegar að tryggja stöðugleika m.t.t. tekjuöflunar. Ábata einstakra framkvæmda er unnt að draga fram en slíku mati hafa stjórnmálin ekki alltaf fylgt. Fyrir vikið blasir skyndilega við alvarleg innviðskuld og, í huga stjórnmálanna, brött tekjuþörf. Það er ekki ósanngjörn krafa að nægilegu fjármagni sé á hverjum tíma veitt í vegamál. Stjórnvöld þurfa að gæta að sér og huga að áhrifum framkvæmdaþunga á verðlagsþróun en það ætti að vera sjálfsagður hluti fyrirhyggju. Hvert er planið? Ríkisstjórnin hefur kynnt þingmál þar sem lagt er upp með að auka beinar og óbeinar álögur á fyrirtæki og einstaklinga í þágu vega-, umhverfis- og sjávarútvegsmála. Í flestum tilvikum er vísað til orða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þar sem því er m.a. lofað að kyrrstaða verði rofin og unnið verði að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi. Þessu ætlar ríkisstjórnin sér m.a. að ná með því að auka fjárfestingu í samgöngum og hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt. Beinum orðum segir „Ríkisstjórnin mun rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu.“ Fjármála- og efnahagsráðherra hefur einnig auðnast að koma lykilsetningu fyrir í greinargerð þingsályktunartillögu til fjármálaáætlunar 2025–2029 þar sem kemur fram að innviðaskuld sé farin að hamla verðmætasköpun. Tekjur af veiðigjaldshækkun eiga m.a. að fara í vegagerð um allt land segir á heimasíðu ráðuneytis ráðherrans. Stjórnmálamenn virðast hafi áttað sig á því að samgöngur og vöruflutningar eru mikilvægur hluti virðiskeðju verðmætasköpunar. Getur verið að þeir hafi öðlast skilning á því vörubílstjórar séu ekki að gera það að leik sínum að flytja þungan farm heldur séu þeir í raun virkir þátttakendur í verðmætasköpuninni? Getur verið að þeir hafi áttað sig á því samhengi hlutanna að án samgangna, þ. á m. hagkvæmra vöruflutninga, værum við öll fátækari? Á myndinni hér að neðan ber að líta samanburð framlaga til vegamála samkvæmt þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2025–2029 og þeirra áforma um skattahækkanir sem hafa verið kynntar undir heitunum kílómetragjald, veiðigjald og viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Vissulega er þetta aukning framlaga og það er jákvætt. En í hvað á hluti tekjuaukans að fara? Einfaldanir Fyrir stjórnmálin er það ekki sérstaklega góður sölupunktur að flagga skattlagningarviðmiði sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu. Fæstir skilja merkinguna, niðurstöðuna og hvað þá forsendurnar. Til að mynda er það aldrei rætt að nafnverð landsframleiðslu getur hækkað sökum verðbólgu en árið 2023 óx landsframleiðsla um tæplega 12% að nafnverði en aðeins 5,6% að raunvirði. Á sama tíma hækkuðu skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti á um nær 18% milli ára á nafnverði. Af þessum sökum hafa stjórnmálin gripið til einfaldana sem margar fela það í sér að bent er á sökudólga. Fyrri ríkisstjórnir hafa staðið sig illa, rafbílaeigendur og eigendur sparneytinna bíla hafa greitt of lítið, sá sem eitt sinn greiddi lága skatta af kórollunni sinni greiði hlutfallslega háa skatta í dag, vörubílstjórar eru á of þungum bílum og jafnvel að sjávarútvegurinn hafi ekki skilað sínu og þannig tekið þátt í að búa til innviðaskuld. Úr verða markmið á borð við það að fólk og fyrirtæki skuli nú byrja að greiða í samræmi við notkun og þá sérstaklega fyrirtækin. Svo er lofað að taka hart á slíkum hópum með því að gera breytingar á skattkerfum og herða eftirlit. Er til of mikils ætlast að stjórnmálamenn verði hreinskilnir og segi það berum orðum að þeir hyggjast hækka skatta umfram framlög til vegamála? Aðspurð segja stjórnmálin þetta ekki skattahækkanir heldur leiðréttingar, ekki fela í sér landsbyggðarskatta heldur greiðslur inn á innviðaskuldir, ekki grundvallast á óforsjálni stjórnmála heldur viðbrögð við hegðun vörubílstjóra. Undir slíkum skilaboðum getur verið ágætt að líta til orða heimspekingsins Caleb Johnson, í minni eigin þýðingu: Almennt hefur tungutak stjórnmálanna þann tilgang að hafa áhrif á tilfinningu manna fyrir aðstæðum og atburðum þannig að gagnist hagsmunum stjórnmálamanna og flokkum þeirra óháð því hvort hagsmunirnir samræmist hagsmunum tilheyrenda. Tungutakinu er ekki ætlað að stuðla að því að mál verði tekin til íhugunar og skoðunar heldur að leysa stjórnmálin undan slíkum verkefnum. Í verstu tilvikunum er lítill eða engin áhugi á því að samræmi ríki milli orða og veruleika. Merking orða hefur þá vikið fyrir tilætluðum áhrifum; sannleikurinn orðið metnaði undirsettur. Skattar eru skattar þó einhverjir haldi öðru fram. Skattar sem rata út í verðlag og leggjast þannig óbeina byrði á þegnana, m.a. úti á landi, eru líka skattar. Og þegar skattar hækka þá hækka þeir. Alþingi ákveður einhliða að þeir skuli á lagðir og greiðsluskylda skatta er ekki háð einhverskonar samkomulagi eða veittri þjónustu. Það er ekki til neitt sem heitir leiðréttingarregla í skattarétti. Þú tryggir ekki eftir á Þegar stjórnmálin halda því á lofti að skattar skuli nú byrja að renna til vegamála skapast væntingar. Vandi stjórnmálanna kristallast hins vegar í vantrausti sem ríkir gagnvart því loforði sem hefur reglulega verið gefið og er nú endurgefið í tengslum við ýmsar skattahækkanir, þ.e. að tekjur af skattlagningu ökutækja og eldsneytis verði nýttar við uppbyggingu og viðhald samgöngumannvirkja. Eigi einhver sátt að ríkja verður hreinlega til þess að koma að veitt verði trygging fyrir því að tekjurnar renni sannarlega til þess verkefnis að tryggja íbúum landsins betri samgöngur og atvinnurekendum betra færi á að sinna verðmætasköpun. Höfundur: Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun