Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2025 07:28 Sveinn Sölvason forstjóri Embla Medical, áður Össur, segir tollaóvissuna enn mikla en þau haldi sínu striki. Vísir/Vilhelm Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri. Sala á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam alls 203 milljónum Bandaríkjadala eða 28 milljörðum íslenskra króna hjá Embla Medical. Það sem samsvarar fjögurra prósenta innri vexti. Í tilkynningu segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi verið níu prósenta minni vöxtur í sölu á stoðtækjum á meðan tekjur á spelkum og stuðningsvörum ásamt þjónustu við sjúklinga hafi verið óbreyttar frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 36 milljónum Bandaríkjadala sem samsvari fimm milljörðum íslenskra króna eða 18 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 17 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2024. Sala drifin af vexti í sölu stoðtækja „Sala á fyrsta ársfjórðungi nam 203 milljónum Bandaríkjadala (28 milljörðum íslenskra króna) og var innri vöxtur 4 prósent. Sala var drifin af góðum vexti í sölu á stoðtækjum, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Við héldum áfram að kynna nýju gervigreindarhnéin okkar, Navii® og Icon®, á okkar helstu markaðssvæðum með mjög góðum undirtektum. Bæði Navii og Icon eru nýjungar sem gera okkur kleift að ná til enn fleiri einstaklinga sem þurfa á bættri hreyfigetu að halda og því virkilega ánægjulegt að sjá árangur þess að fjárfesta í nýsköpun,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni. Sveinn segir fyrirtækið hafa skilað góðum rekstrarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi og að EBITDA framlegð hafi numið 18 prósent af veltu samanborið við 17 prósent á sama fjórðungi síðasta árs. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst samkvæmt tilkynningunni um 45 prósent og nam 12 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar sex prósentum af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025. „Góða rekstrarniðurstöðu í fjórðungnum má rekja til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri,“ segir Sveinn. Óvissa um tollamál Hann segir enn ríkja mikla óvissu hvað varðar tollamál. Það hafi áhrif á reksturinn. „Enn ríkir mikil óvissa um hvernig tollamálin munu þróast en sem stendur munu helstu áhrifin verða á innflutning á spelkum og stuðningsvörum frá Kína til Bandaríkjanna. Ef þörf er á, munum við aðlaga félagið að ytra umhverfinu og gera breytingar til að mæta auknum kostnaði. Áhrif á félagið vegna innflutnings frá öðrum löndum, þar með talið Íslandi, eru talin vera óveruleg að svo stöddu. Mikilvægt er að muna að þörfin fyrir lausnir á borð við okkar mun áfram vera mikil og við erum einbeitt sem fyrr að bæta hreyfanleika fólks,“ segir hann að lokum. Össur Skattar og tollar Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sala á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam alls 203 milljónum Bandaríkjadala eða 28 milljörðum íslenskra króna hjá Embla Medical. Það sem samsvarar fjögurra prósenta innri vexti. Í tilkynningu segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi verið níu prósenta minni vöxtur í sölu á stoðtækjum á meðan tekjur á spelkum og stuðningsvörum ásamt þjónustu við sjúklinga hafi verið óbreyttar frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 36 milljónum Bandaríkjadala sem samsvari fimm milljörðum íslenskra króna eða 18 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 17 prósent af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2024. Sala drifin af vexti í sölu stoðtækja „Sala á fyrsta ársfjórðungi nam 203 milljónum Bandaríkjadala (28 milljörðum íslenskra króna) og var innri vöxtur 4 prósent. Sala var drifin af góðum vexti í sölu á stoðtækjum, sérstaklega í Evrópu og Asíu. Við héldum áfram að kynna nýju gervigreindarhnéin okkar, Navii® og Icon®, á okkar helstu markaðssvæðum með mjög góðum undirtektum. Bæði Navii og Icon eru nýjungar sem gera okkur kleift að ná til enn fleiri einstaklinga sem þurfa á bættri hreyfigetu að halda og því virkilega ánægjulegt að sjá árangur þess að fjárfesta í nýsköpun,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningunni. Sveinn segir fyrirtækið hafa skilað góðum rekstrarhagnaði á fyrsta ársfjórðungi og að EBITDA framlegð hafi numið 18 prósent af veltu samanborið við 17 prósent á sama fjórðungi síðasta árs. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi jókst samkvæmt tilkynningunni um 45 prósent og nam 12 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna. Það samsvarar sex prósentum af veltu á fyrsta ársfjórðungi 2025. „Góða rekstrarniðurstöðu í fjórðungnum má rekja til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri,“ segir Sveinn. Óvissa um tollamál Hann segir enn ríkja mikla óvissu hvað varðar tollamál. Það hafi áhrif á reksturinn. „Enn ríkir mikil óvissa um hvernig tollamálin munu þróast en sem stendur munu helstu áhrifin verða á innflutning á spelkum og stuðningsvörum frá Kína til Bandaríkjanna. Ef þörf er á, munum við aðlaga félagið að ytra umhverfinu og gera breytingar til að mæta auknum kostnaði. Áhrif á félagið vegna innflutnings frá öðrum löndum, þar með talið Íslandi, eru talin vera óveruleg að svo stöddu. Mikilvægt er að muna að þörfin fyrir lausnir á borð við okkar mun áfram vera mikil og við erum einbeitt sem fyrr að bæta hreyfanleika fólks,“ segir hann að lokum.
Össur Skattar og tollar Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45 Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44 Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. 21. febrúar 2024 07:45
Hagnaður Össurar nam um átta milljörðum króna á síðasta ári Tekjur Össurar á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala, eða 29,2 milljörðum íslenskra króna, sem samsvarar níu prósenta innri vexti. Tekjur á nýliðnu áru námu því 786 milljónum Bandaríkjadala, eða 109,1 milljörðum íslenskra króna. 30. janúar 2024 07:44
Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. 16. janúar 2024 08:08
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent