Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2025 07:00 Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun