Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2025 07:00 Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar