Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2025 22:30 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“ Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Sjá meira
Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“
Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Sjá meira