Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2025 23:46 Frá Melgerðismelum árið 1947. Tvær Flugfélagsvélar á vellinum, Beechcraft til vinstri og Douglas Dakota til hægri. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00